Innlent

Skyttur í viðbragðsstöðu að Geitafelli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þyrlan lendir með skytturnar.
Þyrlan lendir með skytturnar. myndir frá fókinu á Geitarfelli.
Skyttur fóru að Geitafelli við Húnaflóa í gær til þess að vera í viðbragðsstöðu ef björn finnst á svæðinu. Eins og kunnugt er tilkynntu erlendir ferðamenn í gær að þeir hefðu séð dýr í flóanum sem talið er að hafi verið bjarndýr. Þá fundust spor í Vatnsnesi sem talin eru vera eftir björn.

Menn eru við öllu reiðubúnir.
Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug í gær yfir svæðið en fann ekkert. Leitarmenn fundu í gær spor neðan við Geitafell og er talið nær öruggt að þau séu eftir bjarndýr. Gert var hlé á leitinni í nótt, en búist er við því að hún hefjist aftur núna um klukkan ellefu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×