Yfir hundrað dauðsföll, þar sem skotvopn hafa komið við sögu, hafa orðið í Bandaríkjunum á rétt rúmri viku. Þetta kemur fram á vef Huffington Post. Á föstudag fyrir rúmri viku lét óðurr byssumaður til skarar skríða í Sandy Hook barnaskólanum í Connecticut. 26 manns, mest allt sex og sjö ára gömul börn, létu lífið í árásinni. Síðan þá hefur verið hart deilt um skotvopnalöggjöfina í Bandaríkjunum.
Huffington Post ákvað að taka sama öll þau morð sem framin voru með skotvopnum á þeim tíma sem liðinn er frá skotárásinni. Þá kemur fram að fjögurra ára drengur var skotinn í höfuðið í Kansas borg kvöldið eftir fjöldamorðin. Þá lést þriggja ára barn eftir að hafa skotið sjálft sig í hausinn á laugardag fyrir viku. Um voðaskot var að ræða en barnið var í pössun hjá frænda sínum sem átti skotvopn sem hann hafði ekki gætt nægilega vel að.
Á meðan þessi voðaverk eiga sér stað deila Bandaríkjamenn um það hvort eðlilegt sé að herða á skotvopnalöggjöf í landinu, en ekki eru allir á eitt sáttir um það.