Innlent

Þórhallur gefur kost á sér í biskupskjöri

Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis biskups Íslands.

Í tilkynningu um framboð sitt segir Þórhallur meðal annars að hann hafi tekið ákvörðun sína að vel ígrunduðu máli og eftir ítarlegt samtal við kjörmenn bæði leika og lærða.

Þá vill hann nota tækifærið og þakka öllum sem hafi hvatt sig bæði leynt og ljóst til að taka þessa ákvörðun.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.