Reese Witherspoon kemur stelpunum okkar í gírinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. júní 2012 17:15 Dóra María Lárusdóttir með boltann gegn Ungverjum um síðustu helgi. Mynd / Daníel Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu æfði í dag á keppnisvellinum í Lovech en liðið mætir Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins klukkan 15 að íslenskum tíma á morgun. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari Íslands, segir mikinn hita vera í Búlgaríu. „Það hefur verið hátt í 30 stiga hiti á daginn. Það mun kannski hafa einhver áhrif á leikinn. Það var orðið aðeins svalara klukkan sex í kvöld þegar við æfðum keppnisvellinum sem lítur mjög vel út. Völlurinn er flottur, bæði stór og breiður, og býður upp á að spila góðan fótbolta," segir Sigurður Ragnar. Sigurður Ragnar segir að óskað verði eftir því að völlurinn verði vökvaður. „Við vitum ekki hvort hann verði vökvaður eða hvort bæði lið þurfi að samþykkja það. Völlurinn er mjög góður eins og hann en það myndi samt henta okkur að hann yrði vökvaður," segir Sigurður Ragnar sem segir allar stelpurnar klárar í slaginn á morgun. „Fríða (Hólmfríður Magnúsdóttir) kveinkaði sér aðeins undir lok æfingar í dag. Það eru einhver gömul meiðsli framan á sköflungnum. Ég held að hún verði samt í lagi," segir Sigurður Ragnar. Framundan í kvöld er liðsfundur auk þess sem Sólveig Þórarinsdóttir sjúkraþjálfari liðsins hefur sett saman rosalega tónlistargetraun að sögn Sigurður Ragnars. Loks mun hópurinn horfa saman á bíómynd. „Bíómyndin er This Means War með Reese Witherspoon sem fjallar um tvo leynilögreglugæja sem eru báðir skotnir í henni," segir landsliðsþjálfarinn kíminn. Vonandi kemur myndin landsliðskonunum í gírinn fyrir leikinn á morgun. Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu æfði í dag á keppnisvellinum í Lovech en liðið mætir Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins klukkan 15 að íslenskum tíma á morgun. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari Íslands, segir mikinn hita vera í Búlgaríu. „Það hefur verið hátt í 30 stiga hiti á daginn. Það mun kannski hafa einhver áhrif á leikinn. Það var orðið aðeins svalara klukkan sex í kvöld þegar við æfðum keppnisvellinum sem lítur mjög vel út. Völlurinn er flottur, bæði stór og breiður, og býður upp á að spila góðan fótbolta," segir Sigurður Ragnar. Sigurður Ragnar segir að óskað verði eftir því að völlurinn verði vökvaður. „Við vitum ekki hvort hann verði vökvaður eða hvort bæði lið þurfi að samþykkja það. Völlurinn er mjög góður eins og hann en það myndi samt henta okkur að hann yrði vökvaður," segir Sigurður Ragnar sem segir allar stelpurnar klárar í slaginn á morgun. „Fríða (Hólmfríður Magnúsdóttir) kveinkaði sér aðeins undir lok æfingar í dag. Það eru einhver gömul meiðsli framan á sköflungnum. Ég held að hún verði samt í lagi," segir Sigurður Ragnar. Framundan í kvöld er liðsfundur auk þess sem Sólveig Þórarinsdóttir sjúkraþjálfari liðsins hefur sett saman rosalega tónlistargetraun að sögn Sigurður Ragnars. Loks mun hópurinn horfa saman á bíómynd. „Bíómyndin er This Means War með Reese Witherspoon sem fjallar um tvo leynilögreglugæja sem eru báðir skotnir í henni," segir landsliðsþjálfarinn kíminn. Vonandi kemur myndin landsliðskonunum í gírinn fyrir leikinn á morgun.
Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira