Belgía var ekki lengi á toppnum í riðli Íslands í undankeppni EM því Noregur vann 2-0 sigur á Norður-Írlandi í kvöld og komst í toppsætið. Fyrir vikið duttu íslensku stelpurnar niður í 3. sætið en þær geta náð aftur toppsætinu með því að vinna Búlgaríu á morgun.
Noregur skoraði bæði mörkin sín á síðustu þrettán mínútum leiksins. Lene Mykjåland skoraði það fyrra á 77. mínútu en fyrirliðinn Maren Mjelde innsiglaði sigurinn fjórum mínútum fyrir leikslok.
Noregur er í efsta sæti riðilsins með 18 stig, Belgía er með 17 stig og Ísland er nú í 3. sætinu með 16 stig. Ísland á eftir þrjá leiki en hinar tvær þjóðirnar eiga bara eftir tvo leiki.
Noregur skoraði tvö mörk í lokin - Ísland niður í 3. sæti riðilsins
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum
Íslenski boltinn


Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United?
Enski boltinn


