Innlent

Sjómaður puttabrotnaði um borð í togara

Sjómaður á togaranum Christina puttabrotnaði þegar skipið var um 100 mílur suðaustur af Skrúði.

Ekki er vitað hvað maðurinn var að gera þegar slysið átti sér stað en björgunarskip frá Norðfirði var sent til móts við skipið. Björgunarskipið kom með sjúklinginn í land um klukkan þrjú í nótt. Þar tók sjúkraflugvél sem er í eigu Mýflugs við manninum og kom honum á Landspítalann í Fossvogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×