Innlent

Létu eyða tveimur fóstrum - vildu vera örugg

Hjónin Paulina Garcia Romero og Friðfinnur Finnbjörnsson hafa eytt tveimur fóstrum af fimm af læknisráði, en þau eru í viðtali í Fréttatímanum í dag. Þar segja hjónin sögu sína en Paulina átti von á fimmburum líkt og Fréttatíminn greindi frá í síðasta mánuði. Í Fréttatímanum kemur fram að sérfræðingur hafi sagt þeim að hann mælti ekki með fimmburameðgöngu nema með mjög reyndu og færu teymi lækna.

„Læknarnir hér á Íslandi hafa enga reynslu af fimmburameðgöngu og aðeins einu sinni hafa fæðst fjórburar hér á landi, fyrir tuttugu árum," bendir Friðfinnur á. „Okkur fannst því að ef við ættum að vera örugg með þessa meðgöngu yrðum við að fara til Bandaríkjanna. Við könnuðum þann möguleika og það hefði einfaldlega reynst of kostnaðarsamt," segir hann í viðtali við Fréttatímann.

Hægt er að lesa fréttina í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×