Lygilegur sigur AIK í Rússlandi | Heerenveen úr leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. ágúst 2012 19:04 Úr leik Heerenveen og Molde í kvöld. Nordic Photos / AFP Helgi Valur Daníelsson spilaði allan leikinn þegar að sænska liðið AIK vann ótrúlegan 2-0 sigur á CSKA Mosvku í Rússlandi og tryggði sér þar með sæti í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA í vetur. Hollenska liðið Heerenveen er hins vegar úr leik eftir 4-1 samanlagt tap fyrir Noregsmeisturum Molde. Alfreð Finnbogason er á mála hjá Heerenven en gat ekki spilað með liðinu í kvöld þar sem hann spilaði með sænska liðinu Helsingborg í forkeppni Meistaradeilar Evrópu fyrr í sumar. Alfreð hefði mátt spila með liðinu í riðlakeppninni ef liðið hefði komist áfram úr forkeppninni. Sænska liðið AIK náði hins vegar að komast áfram eftir spennandi leik í Rússlandi í kvöld. Heimamenn í CSKA Moskvu höfðu 1-0 forystu eftir fyrri leikinn, sem fór fram í Svíþjóð, en Helgi Valur Daníelsson og félagar hans náðu að snúa einvíginu sér í hag og vinna 2-0 sigur í kvöld. Þar með vann AIK samanlagðan 2-1 sigur. Kwame Amponsah Karikari skoraði fyrra mark AIK strax á sjöttu mínútu og þannig stóðu leikar fram í uppbótartíma leiksins. Martin Lorentzson skoraði þá aftur fyrir AIK, með síðustu spyrnu leiksins, og tryggði liðinu þar með sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. CSKA Mosvka komst í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili og var mun meira með boltann í kvöld. Liðið átti 31 marktilraun í leiknum, þar af níu sem rötuðu á markið, en ekki vildi boltinn inn. Svíarnir áttu tvö skot á markið og bæði fóru inn. Þeir fögnuðu því lygilegum sigri. Nokkrum leikjum er lokið og má sjá úrslit þeirra hér fyrir neðan. Fjölmargir leikir hefjast svo um það leyti sem þetta er skrifað en forkeppninni lýkur í kvöld. Þess má geta að KR-banarnir í HJK Helsinki komust ekki áfram eftir að hafa steinlegið fyrir Athletic Bilbao samanlagt, 9-3.Evrópudeild UEFA, lokaumferð forkeppninnar:Apoel (Kýpur) - Neftchi Baku (Aserbaídsjan) 3-1 (2-4) HJK Helsinki (Finnlandi) - Athletic Bilbao (Spáni) 3-3 (3-9) Dila Gori (Georgíu) - Maritimo (Portúgal) 0-2 (0-3) Heerenveen (Hollandi) - Molde (Noregi) 1-2 (1-4)Hapoel Tel Aviv (Ísrael) - F91 Dudelange (Lúxemborg) 4-0 (7-1) CSKA Moskva (Rússlandi) - AIK (Svíþjóð) 0-2 (1-2)Rosenborg (Noregi) - Legia Varsjá (Póllandi) 2-1 (3-2)Dnipro Dnipropetrovesk (Úkraínu) - Slovan Liberec (Slóvakíu) 4-2 (6-4) Dynamo Moskva (Rússlandi) - Stuttgart (Þýskalandi) 1-1 (1-3)PSV Eindhoven (Hollandi) - Zeta (Svartfjallalandi) 9-0 (14-0) Evrópudeild UEFA Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Sport Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Sjá meira
Helgi Valur Daníelsson spilaði allan leikinn þegar að sænska liðið AIK vann ótrúlegan 2-0 sigur á CSKA Mosvku í Rússlandi og tryggði sér þar með sæti í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA í vetur. Hollenska liðið Heerenveen er hins vegar úr leik eftir 4-1 samanlagt tap fyrir Noregsmeisturum Molde. Alfreð Finnbogason er á mála hjá Heerenven en gat ekki spilað með liðinu í kvöld þar sem hann spilaði með sænska liðinu Helsingborg í forkeppni Meistaradeilar Evrópu fyrr í sumar. Alfreð hefði mátt spila með liðinu í riðlakeppninni ef liðið hefði komist áfram úr forkeppninni. Sænska liðið AIK náði hins vegar að komast áfram eftir spennandi leik í Rússlandi í kvöld. Heimamenn í CSKA Moskvu höfðu 1-0 forystu eftir fyrri leikinn, sem fór fram í Svíþjóð, en Helgi Valur Daníelsson og félagar hans náðu að snúa einvíginu sér í hag og vinna 2-0 sigur í kvöld. Þar með vann AIK samanlagðan 2-1 sigur. Kwame Amponsah Karikari skoraði fyrra mark AIK strax á sjöttu mínútu og þannig stóðu leikar fram í uppbótartíma leiksins. Martin Lorentzson skoraði þá aftur fyrir AIK, með síðustu spyrnu leiksins, og tryggði liðinu þar með sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. CSKA Mosvka komst í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili og var mun meira með boltann í kvöld. Liðið átti 31 marktilraun í leiknum, þar af níu sem rötuðu á markið, en ekki vildi boltinn inn. Svíarnir áttu tvö skot á markið og bæði fóru inn. Þeir fögnuðu því lygilegum sigri. Nokkrum leikjum er lokið og má sjá úrslit þeirra hér fyrir neðan. Fjölmargir leikir hefjast svo um það leyti sem þetta er skrifað en forkeppninni lýkur í kvöld. Þess má geta að KR-banarnir í HJK Helsinki komust ekki áfram eftir að hafa steinlegið fyrir Athletic Bilbao samanlagt, 9-3.Evrópudeild UEFA, lokaumferð forkeppninnar:Apoel (Kýpur) - Neftchi Baku (Aserbaídsjan) 3-1 (2-4) HJK Helsinki (Finnlandi) - Athletic Bilbao (Spáni) 3-3 (3-9) Dila Gori (Georgíu) - Maritimo (Portúgal) 0-2 (0-3) Heerenveen (Hollandi) - Molde (Noregi) 1-2 (1-4)Hapoel Tel Aviv (Ísrael) - F91 Dudelange (Lúxemborg) 4-0 (7-1) CSKA Moskva (Rússlandi) - AIK (Svíþjóð) 0-2 (1-2)Rosenborg (Noregi) - Legia Varsjá (Póllandi) 2-1 (3-2)Dnipro Dnipropetrovesk (Úkraínu) - Slovan Liberec (Slóvakíu) 4-2 (6-4) Dynamo Moskva (Rússlandi) - Stuttgart (Þýskalandi) 1-1 (1-3)PSV Eindhoven (Hollandi) - Zeta (Svartfjallalandi) 9-0 (14-0)
Evrópudeild UEFA Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Sport Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Sjá meira