Chelsea vann fínan sigur á Norwich á útivelli en Juan Mata gerði eina mark leiksins.
Juan Mata gerði fyrsta mark leiksins fyrir gestina þegar hann þrumaði boltanum í netið á 38. mínútu eftir frábæran undirbúning frá Oscar.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og niðurstaðan 1-0 sigur Chelsea.
Chelsea er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar með 35 stig, fjórum stigum á eftir Manchester City en Chelsea á einn leik til góða.
Staðan í ensku úrvalsdeildinni.

