Sigur Rós fetar í fótspor Bjarkar 9. maí 2012 07:00 Hljómsveitin Sigur Rós spilar á Airwaves-hátíðinni í fyrsta sinn í ellefu ár. „Við erum í Sigur Rósar-vímu hérna," segir Kamilla Ingibergsdóttir hjá Iceland Airwaves. Hljómsveitin Sigur Rós spilar á Airwaves-hátíðinni í fyrsta sinn í ellefu ár þegar hún stígur á svið í Nýju Laugardalshöllinni 4. nóvember, á síðasta degi hátíðarinnar. Sigur Rós spilaði síðast á Airwaves í Listasafni Reykjavíkur árið 2001. „Við erum mjög ánægð. Við vissum í fyrra að það yrði erfitt að toppa Björk en okkur er að takast nokkuð vel til með því að tilkynna Sigur Rós til leiks," segir Kamilla. „Þetta verður í lokin á Airwaves og þess vegna verða allir að spara kraftana. Ég veit að stundum er fólk þreytt á sunnudeginum svo að þarna verður maður líka að vera í góðum gír á sunnudagskvöldinu." Sigur Rós er 27. flytjandinn sem er tilkynntur á Airwaves-hátíðina en enn á eftir að kynna 150 í viðbót til sögunnar. Sigur Rós heldur tónleika víða um heim á næstu mánuðum með ellefu manna hljómsveit og mun spila efni úr stóru lagasafni sínu, þar á meðal af plötunni Valtari sem kemur út 28. maí. Tónleikarnir á Airwaves verða fyrstu tónleikar sveitarinnar á Íslandi í fjögur ár. Miðasala á tónleikana hefst 16. maí kl. 12 á Midi.is. Miðahafar á Iceland Airwaves fá tækifæri til að kaupa miða á sérstökum afslætti, eða 3.900 krónur til 16. júní. Almennt miðaverð er 5.900 krónur. - fb Tónlist Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Við erum í Sigur Rósar-vímu hérna," segir Kamilla Ingibergsdóttir hjá Iceland Airwaves. Hljómsveitin Sigur Rós spilar á Airwaves-hátíðinni í fyrsta sinn í ellefu ár þegar hún stígur á svið í Nýju Laugardalshöllinni 4. nóvember, á síðasta degi hátíðarinnar. Sigur Rós spilaði síðast á Airwaves í Listasafni Reykjavíkur árið 2001. „Við erum mjög ánægð. Við vissum í fyrra að það yrði erfitt að toppa Björk en okkur er að takast nokkuð vel til með því að tilkynna Sigur Rós til leiks," segir Kamilla. „Þetta verður í lokin á Airwaves og þess vegna verða allir að spara kraftana. Ég veit að stundum er fólk þreytt á sunnudeginum svo að þarna verður maður líka að vera í góðum gír á sunnudagskvöldinu." Sigur Rós er 27. flytjandinn sem er tilkynntur á Airwaves-hátíðina en enn á eftir að kynna 150 í viðbót til sögunnar. Sigur Rós heldur tónleika víða um heim á næstu mánuðum með ellefu manna hljómsveit og mun spila efni úr stóru lagasafni sínu, þar á meðal af plötunni Valtari sem kemur út 28. maí. Tónleikarnir á Airwaves verða fyrstu tónleikar sveitarinnar á Íslandi í fjögur ár. Miðasala á tónleikana hefst 16. maí kl. 12 á Midi.is. Miðahafar á Iceland Airwaves fá tækifæri til að kaupa miða á sérstökum afslætti, eða 3.900 krónur til 16. júní. Almennt miðaverð er 5.900 krónur. - fb
Tónlist Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira