Sigur Rós fetar í fótspor Bjarkar 9. maí 2012 07:00 Hljómsveitin Sigur Rós spilar á Airwaves-hátíðinni í fyrsta sinn í ellefu ár. „Við erum í Sigur Rósar-vímu hérna," segir Kamilla Ingibergsdóttir hjá Iceland Airwaves. Hljómsveitin Sigur Rós spilar á Airwaves-hátíðinni í fyrsta sinn í ellefu ár þegar hún stígur á svið í Nýju Laugardalshöllinni 4. nóvember, á síðasta degi hátíðarinnar. Sigur Rós spilaði síðast á Airwaves í Listasafni Reykjavíkur árið 2001. „Við erum mjög ánægð. Við vissum í fyrra að það yrði erfitt að toppa Björk en okkur er að takast nokkuð vel til með því að tilkynna Sigur Rós til leiks," segir Kamilla. „Þetta verður í lokin á Airwaves og þess vegna verða allir að spara kraftana. Ég veit að stundum er fólk þreytt á sunnudeginum svo að þarna verður maður líka að vera í góðum gír á sunnudagskvöldinu." Sigur Rós er 27. flytjandinn sem er tilkynntur á Airwaves-hátíðina en enn á eftir að kynna 150 í viðbót til sögunnar. Sigur Rós heldur tónleika víða um heim á næstu mánuðum með ellefu manna hljómsveit og mun spila efni úr stóru lagasafni sínu, þar á meðal af plötunni Valtari sem kemur út 28. maí. Tónleikarnir á Airwaves verða fyrstu tónleikar sveitarinnar á Íslandi í fjögur ár. Miðasala á tónleikana hefst 16. maí kl. 12 á Midi.is. Miðahafar á Iceland Airwaves fá tækifæri til að kaupa miða á sérstökum afslætti, eða 3.900 krónur til 16. júní. Almennt miðaverð er 5.900 krónur. - fb Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Við erum í Sigur Rósar-vímu hérna," segir Kamilla Ingibergsdóttir hjá Iceland Airwaves. Hljómsveitin Sigur Rós spilar á Airwaves-hátíðinni í fyrsta sinn í ellefu ár þegar hún stígur á svið í Nýju Laugardalshöllinni 4. nóvember, á síðasta degi hátíðarinnar. Sigur Rós spilaði síðast á Airwaves í Listasafni Reykjavíkur árið 2001. „Við erum mjög ánægð. Við vissum í fyrra að það yrði erfitt að toppa Björk en okkur er að takast nokkuð vel til með því að tilkynna Sigur Rós til leiks," segir Kamilla. „Þetta verður í lokin á Airwaves og þess vegna verða allir að spara kraftana. Ég veit að stundum er fólk þreytt á sunnudeginum svo að þarna verður maður líka að vera í góðum gír á sunnudagskvöldinu." Sigur Rós er 27. flytjandinn sem er tilkynntur á Airwaves-hátíðina en enn á eftir að kynna 150 í viðbót til sögunnar. Sigur Rós heldur tónleika víða um heim á næstu mánuðum með ellefu manna hljómsveit og mun spila efni úr stóru lagasafni sínu, þar á meðal af plötunni Valtari sem kemur út 28. maí. Tónleikarnir á Airwaves verða fyrstu tónleikar sveitarinnar á Íslandi í fjögur ár. Miðasala á tónleikana hefst 16. maí kl. 12 á Midi.is. Miðahafar á Iceland Airwaves fá tækifæri til að kaupa miða á sérstökum afslætti, eða 3.900 krónur til 16. júní. Almennt miðaverð er 5.900 krónur. - fb
Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira