Höfðatorgshetjan: Ég get ekki horft upp á fólk slasa sig Boði Logason skrifar 2. nóvember 2012 16:26 „Nei, satt best að segja átti ég ekki von á þessu þegar ég vaknaði í morgun - ég held að enginn hafi átt von á þessu," segir höfðatorgshetjan Albert Ómar Guðbrandsson, húsvörður á Höfðatorgi, sem hefur ásamtö öðrum staðið vaktina fyrir utan húsið í allan dag en þar hafa vindhviður farið allt upp í 35 metra á sekúndu. „Ástandið er bara búið að vera mjög slæmt, eins og veðrið. Það er allt í lagi inni en fyrir utan er þetta slæmt. Menn halda áfram að berjast í vindinum, jafnvel þó þeir komist ekki neitt - og jafnvel þó það sé búið að vara fólk við en við Íslendingar erum bara svona. Ég get ekki horft upp á fólk slasa sig," segir hetjan Albert Ómar. Að minnsta kosti tveir hafa slasast við bygginguna í dag. „Svo hafa einhverjir fengið skrámur. Við höfum reynt að grípa þetta lið og beina þeim réttar leiðir. Þetta er bara leiðindarástand - það er ekki laust við að maður sé titrandi," segir hann. Og nú þegar dagurinn er á enda ætlar hann heim að hvíla sig. „Við erum búnir að gera viðeigandi ráðstafanir og fá öryggisverði til að vakta þetta. Maður verður einhverntímann að hvílast," segir Albert Ómar, hetjan á Höfðatorgi, að lokum. Athugasemd ritstjórnar kl 18:20. Eftir að fréttin fór í loftið kom í ljós að Höfðatorgshetjurnar eru fleiri en ein. Húsvörðurinn Albert, starfsmaður Eyktar sem stóð fyrir utan í allan dag í kraftgalla og fleiri menn. Þeir aðstoðuðu fólk í sameiningu og nú hefur verið fenginn öryggisvörður í verkið.Í myndbandinu hér að ofan má sjá Albert og Eyktarmanninn að störfum. Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
„Nei, satt best að segja átti ég ekki von á þessu þegar ég vaknaði í morgun - ég held að enginn hafi átt von á þessu," segir höfðatorgshetjan Albert Ómar Guðbrandsson, húsvörður á Höfðatorgi, sem hefur ásamtö öðrum staðið vaktina fyrir utan húsið í allan dag en þar hafa vindhviður farið allt upp í 35 metra á sekúndu. „Ástandið er bara búið að vera mjög slæmt, eins og veðrið. Það er allt í lagi inni en fyrir utan er þetta slæmt. Menn halda áfram að berjast í vindinum, jafnvel þó þeir komist ekki neitt - og jafnvel þó það sé búið að vara fólk við en við Íslendingar erum bara svona. Ég get ekki horft upp á fólk slasa sig," segir hetjan Albert Ómar. Að minnsta kosti tveir hafa slasast við bygginguna í dag. „Svo hafa einhverjir fengið skrámur. Við höfum reynt að grípa þetta lið og beina þeim réttar leiðir. Þetta er bara leiðindarástand - það er ekki laust við að maður sé titrandi," segir hann. Og nú þegar dagurinn er á enda ætlar hann heim að hvíla sig. „Við erum búnir að gera viðeigandi ráðstafanir og fá öryggisverði til að vakta þetta. Maður verður einhverntímann að hvílast," segir Albert Ómar, hetjan á Höfðatorgi, að lokum. Athugasemd ritstjórnar kl 18:20. Eftir að fréttin fór í loftið kom í ljós að Höfðatorgshetjurnar eru fleiri en ein. Húsvörðurinn Albert, starfsmaður Eyktar sem stóð fyrir utan í allan dag í kraftgalla og fleiri menn. Þeir aðstoðuðu fólk í sameiningu og nú hefur verið fenginn öryggisvörður í verkið.Í myndbandinu hér að ofan má sjá Albert og Eyktarmanninn að störfum.
Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira