Hasselhoff til landsins 18. október 2012 00:01 Þýskættaði leikarinn og söngvarinn David Hasselhoff ætlar að skemmta landanum í febrúar. Hann lofar miklu stuði og er opinn fyrir að skoða hvort hann geti fengið íslenska dansara til að koma fram með sér á tónleikunum. nordicphotos/getty Bandaríski leikarinn og söngvarinn David Hasselhoff heldur tónleika á Íslandi þann 24. febrúar næstkomandi. „Ég hef fengið þær upplýsingar að hann sé mjög spenntur fyrir því að koma hingað og ætli að taka sér nokkra daga i kringum tónleikana til að kynna sér land og þjóð,“ segir Unnar Helgi Daníelsson Beck hjá fyrirtækinu Reykjavík Rocks sem stendur að komu Hasselhoff til landsins. Unnar Helgi segir það ekki hafa verið erfitt að sannfæra Hasselhoff um að spila fyrir landann. „Hann lofar skemmtilegum tónleikum og ég er alveg viss um að þetta verður ógleymanlegt fyrir tónleikagesti. Undanfarið hef ég verið að fletta honum upp á You Tube og það er ekkert annað en snilld.“ Ekki hefur verið gengið endanlega frá tónleikstað fyrir Hasselhoff en Vodafone-höllin og Höllin koma helst til greina. David Hasselhoff fagnaði sextugsafmælinu sínu í sumar en hann er hvað frægastur fyrir hlutverk sitt sem Mitch Buchannon í sjónvarpsþáttunum Baywatch. Þættirnir um strandverðina í Los Angeles ættu að vera Íslendingum vel kunnir, en þeir nutu sérstaklega mikilla vinsælda á tíunda áratugnum. Hasselhoff söng einmitt frægt upphafslag þáttana. Undanfarin ár hefur Hasselhoff vakið athygli sem dómari í raunveraleikaþættinum America"s Got Talent og Britain's Got Talent. Á tónleikum syngur Hasselhoff eigið efni í bland við lög annarra.Hann kemur fram ásamt hópi dansara, en Unnar Helgi segir söngvarann opinn fyrir að skoða hvort hann geti fengið íslenska dansara til liðs við sig. „Umboðsmaðurinn segir að Hasselhoff vilji skoða hvort það komi til greina að nota dansara héðan, en það mál er í skoðun,“ segir Unnar Helgi, sem nú þegar er byrjaður að líta í kringum sig eftir tónlistarmanni til að hita upp fyrir Hasselhoff. Tónlist Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Bandaríski leikarinn og söngvarinn David Hasselhoff heldur tónleika á Íslandi þann 24. febrúar næstkomandi. „Ég hef fengið þær upplýsingar að hann sé mjög spenntur fyrir því að koma hingað og ætli að taka sér nokkra daga i kringum tónleikana til að kynna sér land og þjóð,“ segir Unnar Helgi Daníelsson Beck hjá fyrirtækinu Reykjavík Rocks sem stendur að komu Hasselhoff til landsins. Unnar Helgi segir það ekki hafa verið erfitt að sannfæra Hasselhoff um að spila fyrir landann. „Hann lofar skemmtilegum tónleikum og ég er alveg viss um að þetta verður ógleymanlegt fyrir tónleikagesti. Undanfarið hef ég verið að fletta honum upp á You Tube og það er ekkert annað en snilld.“ Ekki hefur verið gengið endanlega frá tónleikstað fyrir Hasselhoff en Vodafone-höllin og Höllin koma helst til greina. David Hasselhoff fagnaði sextugsafmælinu sínu í sumar en hann er hvað frægastur fyrir hlutverk sitt sem Mitch Buchannon í sjónvarpsþáttunum Baywatch. Þættirnir um strandverðina í Los Angeles ættu að vera Íslendingum vel kunnir, en þeir nutu sérstaklega mikilla vinsælda á tíunda áratugnum. Hasselhoff söng einmitt frægt upphafslag þáttana. Undanfarin ár hefur Hasselhoff vakið athygli sem dómari í raunveraleikaþættinum America"s Got Talent og Britain's Got Talent. Á tónleikum syngur Hasselhoff eigið efni í bland við lög annarra.Hann kemur fram ásamt hópi dansara, en Unnar Helgi segir söngvarann opinn fyrir að skoða hvort hann geti fengið íslenska dansara til liðs við sig. „Umboðsmaðurinn segir að Hasselhoff vilji skoða hvort það komi til greina að nota dansara héðan, en það mál er í skoðun,“ segir Unnar Helgi, sem nú þegar er byrjaður að líta í kringum sig eftir tónlistarmanni til að hita upp fyrir Hasselhoff.
Tónlist Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira