Helle ræddi um makrílveiðar við Jóhönnu Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 27. ágúst 2012 19:30 Helle Torning-Schmidt skemmti sér vel á Alþingi í dag, ólíkt flestum þeim sem þar vinna þessa dagana. MYND /Anton Brink Forsætisráðherra Danmerkur segir Dani styðja aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu og vonast til að viðræðurnar haldi áfram af krafti. Hún ræddi evrópumálin og makrílveiðar við Jóhönnu Sigurðardóttur í opinberri heimsókn til Íslands í dag. Helle Torning-Schmidt forsætisráðherra Danmerkur lenti á Reykjavíkurflugvelli í hádeginu í dag. Hún stoppar hér á landi í tæpan sólarhring og hóf heimsóknina á Þingvöllum þar sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður tóku á móti henni við Hakið og gengu þau saman í gegnum þjóðgarðinn. Helle var mjög áhugasöm um sögu Þingvalla og fræddi Ólafur hana um þinghald fyrr á tímum og þróun svæðisins á síðustu árum. Að lokinni göngu um svæðið funduðu Jóhanna og Helle í Ráðherrabústaðnum á Þingvöllum. „Danmörk og Ísland eru góðir nágrannar og vinátta landanna stendur á gömlum merg. Við höfum auðvitað rætt vandann sem ríkir í Evrópu og ástandið þar. Einnig þróunina sem mun eiga sér stað í Evrópu í náinni framtíð. Við fjölluðum um aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu og viðræðurnar um makrílveiðar hafa þá óneitanlega borið á góma. Það málefni er auðvitað ofarlega á baugi bæði í ESB og á Íslandi." segir Helle. Hún segir Dani vera mikla stuðningsmenn við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu og vonast til þess að viðræðurnar muni halda áfram af sama krafti og hefur verið á meðan Danir hafa gegnt formennsku í sambandinu. „Við höfum notið góðs af því að þeir hafa verið mjög jákvæðir eins og margar aðrar þjóðir innan Evrópusambandsins og formennskan hefur verið hjá Helle núna og það hefur hjálpað okkur mikið. Hún hefur talað máli okkar mjög vel í Evrópusambandinu," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Síðdegis heimsótti Helle Alþingishúsið en í kvöld mun hún snæða kvöldverð í Þjóðmenningarhúsinu í boði Jóhönnu Sigurðardóttur og frú. Helle heldur síðan til Grænlands á morgun en þar mun hún dvelja í fjóra daga til að ræða við ráðamenn þar í landi, meðal annars um varnarmál. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Forsætisráðherra Danmerkur segir Dani styðja aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu og vonast til að viðræðurnar haldi áfram af krafti. Hún ræddi evrópumálin og makrílveiðar við Jóhönnu Sigurðardóttur í opinberri heimsókn til Íslands í dag. Helle Torning-Schmidt forsætisráðherra Danmerkur lenti á Reykjavíkurflugvelli í hádeginu í dag. Hún stoppar hér á landi í tæpan sólarhring og hóf heimsóknina á Þingvöllum þar sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður tóku á móti henni við Hakið og gengu þau saman í gegnum þjóðgarðinn. Helle var mjög áhugasöm um sögu Þingvalla og fræddi Ólafur hana um þinghald fyrr á tímum og þróun svæðisins á síðustu árum. Að lokinni göngu um svæðið funduðu Jóhanna og Helle í Ráðherrabústaðnum á Þingvöllum. „Danmörk og Ísland eru góðir nágrannar og vinátta landanna stendur á gömlum merg. Við höfum auðvitað rætt vandann sem ríkir í Evrópu og ástandið þar. Einnig þróunina sem mun eiga sér stað í Evrópu í náinni framtíð. Við fjölluðum um aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu og viðræðurnar um makrílveiðar hafa þá óneitanlega borið á góma. Það málefni er auðvitað ofarlega á baugi bæði í ESB og á Íslandi." segir Helle. Hún segir Dani vera mikla stuðningsmenn við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu og vonast til þess að viðræðurnar muni halda áfram af sama krafti og hefur verið á meðan Danir hafa gegnt formennsku í sambandinu. „Við höfum notið góðs af því að þeir hafa verið mjög jákvæðir eins og margar aðrar þjóðir innan Evrópusambandsins og formennskan hefur verið hjá Helle núna og það hefur hjálpað okkur mikið. Hún hefur talað máli okkar mjög vel í Evrópusambandinu," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Síðdegis heimsótti Helle Alþingishúsið en í kvöld mun hún snæða kvöldverð í Þjóðmenningarhúsinu í boði Jóhönnu Sigurðardóttur og frú. Helle heldur síðan til Grænlands á morgun en þar mun hún dvelja í fjóra daga til að ræða við ráðamenn þar í landi, meðal annars um varnarmál.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira