Ógnin sem birtist Armstrong - Víti til varnaðar Kristján Már Unnarsson skrifar 27. ágúst 2012 22:30 Gígur í Öskju, sem Neil Armstrong skoðaði á Íslandi sumarið 1967, var nauðalíkur gíg á tunglinu sem honum tókst með snarræði að forðast í lendingu tunglferjunnar tveimur árum síðar. Íslandsleiðangur NASA hafði þannig raunverulega þýðingu í að hjálpa geimförunum að kynnast hættunum sem biðu þeirra á tunglinu. Um leið og heimurinn minnist Neil Armstrongs rifja Íslendingar upp að fyrsti maðurinn sem steig fæti á tunglið hafði tveimur árum áður komið til Íslands til að þjálfa sig fyrir geimferðina. En skyldi Íslandsdvölin hafa gagnast honum? Í því sambandi er fróðlegt að skoða myndband af lendingu tunglferjunnar árið 1969. NASA hafði valið lendingarstað sem átti að vera sléttur og án hindrana en þegar geimfararnir nálguðust yfirborð tunglsins blöstu við þeim grjóthnullungar. Neil Armstrong ákvað að stefna á annan lendingarstað, en þegar þangað kom tók ekki betra við; - gígur sem tunglferjan var stefna ofan í. Armstrong þótti þarna sýna snarræði þegar hann áttaði sig á hættunni og stýrði frá gígnum á ögurstundu. Á þessu augnabliki áttu geimfararnir bara eftir 60 sekúndur af eldsneyti til að nota í lendinguna og munaði því engu að þeir þyrftu að hætta við og snúa heim. En skoðum nú það landslag sem geimfararnir höfðu tveimur árum fyrr kynnst á Íslandi. Í Öskju skoðuðu þeir meðal annars gíginn Víti og það má vel ímynda sér að þegar Neil Armstrong sat þar á gígbarminum hafi hann gert sér í hugarlund að best væri að forðast það að lenda tunglferju of nærri slíkum stað. Sverrir Pálsson tók þessar myndir af geimförunum á Íslandi og hann telur líklegt að það hafi hjálpað Armstrong að hafa séð þennan íslenska gíg. Ógnin sem blasti við honum á tunglinu líktist fyrirbæri sem hann hafði séð áður. Í sjónvarpsþáttaröð HBO um tunglferðirnar, From the Earth to the Moon, má sjá endurgerð lendingarinnar á tunglinu þegar Armstrong bjargaði tunglferjunni frá gígnum. Tengdar fréttir Neil veiddi í Mývatnssveit og fór á sveitaball "Hann var frekar hlédrægur maður og lét lítið yfir sér, kurteis og elskulegur mjög," sagði Sverrir Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, um Neil Armstrong, en Sverrir hitti geimfarann á Íslandi sumarið 1967. Sverrir tók þá fjölda ljósmynda sem nú eru orðnar ómetanlegar heimildir um æfingar geimfara NASA í Öskju og Dyngjufjöllum fyrir tunglferðirnar heimssögulegu. NASA stóð fyrir tveimur leiðöngrum til Íslands, sá fyrri var árið 1965 og sá seinni 1967. Armstrong var í síðari 26. ágúst 2012 01:15 Geimfarar sváfu undir berum himni í vikurdyngjum Öskju Bandarísku geimfararnir sem æfðu á Íslandi sumarið 1967 fyrir tunglferðirnar völdu flestir að sofa undir berum himni í Öskju fremur en í tjöldum. "Það var afskaplega gott veður, hlýtt og lygnt," segir Sverrir Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, um aðstæður þessa júlídaga inni á hálendi Íslands fyrir 45 árum í gróðurauðninni norðan Vatnajökuls. Tjaldbúðum var komið upp í Drekagili í Öskju, þar sem nú eru skálar Ferðafélags Akureyrar, en þeir eru í 780 metra hæð yfir sjávarmáli. "Þeir gistu fæstir í tjöldum. Flestir völdu að sofa úti og hafa himininn sem sæng," segir Sverrir þegar hann rifjar upp þessa daga í tilefni af 27. ágúst 2012 13:00 Armstrong var foringinn í Öskju Íslenskur fréttamaður, sem fyrir 45 árum fylgdist með Neil Armstrong æfa sig í Öskju fyrir tunglferðina, segir að þótt hann hafi verið hógvær og lítillátur hafi hann verið foringinn í hópnum. Bandarísku geimfararnir skelltu sér meðal annars á sveitaball í Mývatnssveit. Landslagið í Öskju þótti nægilega framandi og ógnvekjandi til að þjálfa geimfarana andlega undir tunglgöngu og kannski hjálpaði það Neil Armstrong að hafa setið á brún Vítis tveimur árum fyrr þegar honum tókst með snarræði á síðustu stundu að afstýra tunglferjunni frá því að lenda oní álíka gíg á tunglinu. 26. ágúst 2012 19:15 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Gígur í Öskju, sem Neil Armstrong skoðaði á Íslandi sumarið 1967, var nauðalíkur gíg á tunglinu sem honum tókst með snarræði að forðast í lendingu tunglferjunnar tveimur árum síðar. Íslandsleiðangur NASA hafði þannig raunverulega þýðingu í að hjálpa geimförunum að kynnast hættunum sem biðu þeirra á tunglinu. Um leið og heimurinn minnist Neil Armstrongs rifja Íslendingar upp að fyrsti maðurinn sem steig fæti á tunglið hafði tveimur árum áður komið til Íslands til að þjálfa sig fyrir geimferðina. En skyldi Íslandsdvölin hafa gagnast honum? Í því sambandi er fróðlegt að skoða myndband af lendingu tunglferjunnar árið 1969. NASA hafði valið lendingarstað sem átti að vera sléttur og án hindrana en þegar geimfararnir nálguðust yfirborð tunglsins blöstu við þeim grjóthnullungar. Neil Armstrong ákvað að stefna á annan lendingarstað, en þegar þangað kom tók ekki betra við; - gígur sem tunglferjan var stefna ofan í. Armstrong þótti þarna sýna snarræði þegar hann áttaði sig á hættunni og stýrði frá gígnum á ögurstundu. Á þessu augnabliki áttu geimfararnir bara eftir 60 sekúndur af eldsneyti til að nota í lendinguna og munaði því engu að þeir þyrftu að hætta við og snúa heim. En skoðum nú það landslag sem geimfararnir höfðu tveimur árum fyrr kynnst á Íslandi. Í Öskju skoðuðu þeir meðal annars gíginn Víti og það má vel ímynda sér að þegar Neil Armstrong sat þar á gígbarminum hafi hann gert sér í hugarlund að best væri að forðast það að lenda tunglferju of nærri slíkum stað. Sverrir Pálsson tók þessar myndir af geimförunum á Íslandi og hann telur líklegt að það hafi hjálpað Armstrong að hafa séð þennan íslenska gíg. Ógnin sem blasti við honum á tunglinu líktist fyrirbæri sem hann hafði séð áður. Í sjónvarpsþáttaröð HBO um tunglferðirnar, From the Earth to the Moon, má sjá endurgerð lendingarinnar á tunglinu þegar Armstrong bjargaði tunglferjunni frá gígnum.
Tengdar fréttir Neil veiddi í Mývatnssveit og fór á sveitaball "Hann var frekar hlédrægur maður og lét lítið yfir sér, kurteis og elskulegur mjög," sagði Sverrir Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, um Neil Armstrong, en Sverrir hitti geimfarann á Íslandi sumarið 1967. Sverrir tók þá fjölda ljósmynda sem nú eru orðnar ómetanlegar heimildir um æfingar geimfara NASA í Öskju og Dyngjufjöllum fyrir tunglferðirnar heimssögulegu. NASA stóð fyrir tveimur leiðöngrum til Íslands, sá fyrri var árið 1965 og sá seinni 1967. Armstrong var í síðari 26. ágúst 2012 01:15 Geimfarar sváfu undir berum himni í vikurdyngjum Öskju Bandarísku geimfararnir sem æfðu á Íslandi sumarið 1967 fyrir tunglferðirnar völdu flestir að sofa undir berum himni í Öskju fremur en í tjöldum. "Það var afskaplega gott veður, hlýtt og lygnt," segir Sverrir Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, um aðstæður þessa júlídaga inni á hálendi Íslands fyrir 45 árum í gróðurauðninni norðan Vatnajökuls. Tjaldbúðum var komið upp í Drekagili í Öskju, þar sem nú eru skálar Ferðafélags Akureyrar, en þeir eru í 780 metra hæð yfir sjávarmáli. "Þeir gistu fæstir í tjöldum. Flestir völdu að sofa úti og hafa himininn sem sæng," segir Sverrir þegar hann rifjar upp þessa daga í tilefni af 27. ágúst 2012 13:00 Armstrong var foringinn í Öskju Íslenskur fréttamaður, sem fyrir 45 árum fylgdist með Neil Armstrong æfa sig í Öskju fyrir tunglferðina, segir að þótt hann hafi verið hógvær og lítillátur hafi hann verið foringinn í hópnum. Bandarísku geimfararnir skelltu sér meðal annars á sveitaball í Mývatnssveit. Landslagið í Öskju þótti nægilega framandi og ógnvekjandi til að þjálfa geimfarana andlega undir tunglgöngu og kannski hjálpaði það Neil Armstrong að hafa setið á brún Vítis tveimur árum fyrr þegar honum tókst með snarræði á síðustu stundu að afstýra tunglferjunni frá því að lenda oní álíka gíg á tunglinu. 26. ágúst 2012 19:15 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Neil veiddi í Mývatnssveit og fór á sveitaball "Hann var frekar hlédrægur maður og lét lítið yfir sér, kurteis og elskulegur mjög," sagði Sverrir Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, um Neil Armstrong, en Sverrir hitti geimfarann á Íslandi sumarið 1967. Sverrir tók þá fjölda ljósmynda sem nú eru orðnar ómetanlegar heimildir um æfingar geimfara NASA í Öskju og Dyngjufjöllum fyrir tunglferðirnar heimssögulegu. NASA stóð fyrir tveimur leiðöngrum til Íslands, sá fyrri var árið 1965 og sá seinni 1967. Armstrong var í síðari 26. ágúst 2012 01:15
Geimfarar sváfu undir berum himni í vikurdyngjum Öskju Bandarísku geimfararnir sem æfðu á Íslandi sumarið 1967 fyrir tunglferðirnar völdu flestir að sofa undir berum himni í Öskju fremur en í tjöldum. "Það var afskaplega gott veður, hlýtt og lygnt," segir Sverrir Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, um aðstæður þessa júlídaga inni á hálendi Íslands fyrir 45 árum í gróðurauðninni norðan Vatnajökuls. Tjaldbúðum var komið upp í Drekagili í Öskju, þar sem nú eru skálar Ferðafélags Akureyrar, en þeir eru í 780 metra hæð yfir sjávarmáli. "Þeir gistu fæstir í tjöldum. Flestir völdu að sofa úti og hafa himininn sem sæng," segir Sverrir þegar hann rifjar upp þessa daga í tilefni af 27. ágúst 2012 13:00
Armstrong var foringinn í Öskju Íslenskur fréttamaður, sem fyrir 45 árum fylgdist með Neil Armstrong æfa sig í Öskju fyrir tunglferðina, segir að þótt hann hafi verið hógvær og lítillátur hafi hann verið foringinn í hópnum. Bandarísku geimfararnir skelltu sér meðal annars á sveitaball í Mývatnssveit. Landslagið í Öskju þótti nægilega framandi og ógnvekjandi til að þjálfa geimfarana andlega undir tunglgöngu og kannski hjálpaði það Neil Armstrong að hafa setið á brún Vítis tveimur árum fyrr þegar honum tókst með snarræði á síðustu stundu að afstýra tunglferjunni frá því að lenda oní álíka gíg á tunglinu. 26. ágúst 2012 19:15