Fórnarlömb Breiviks lýstu hryllingnum í Útey Jóhanna Margrét Gísladóttir. skrifar 14. maí 2012 12:04 Anders Behring Breivik mynd/AFP Tilfinningaþrungin stund var í dómsal í Osló í dag þegar fórnarlömb sem særðust í árás Anders Behring Brevik í Útey lýstu því hvernig þau komust lífs af. Réttarhöldin yfir Breivik hafa staðið yfir í tæpan mánuð. Í dag báru eftirlifandi fórnarlömb voðaverkanna vitni og lýstu því hvernig þeim tókst, mörgum á undraverðan hátt, að komast í burtu frá fjöldamorðingjanum. Ein rúmlega tvítug stúlka átti erfitt með að halda aftur tárunum þegar hún lýst því hvernig hún flúði í gegnum tjaldbúðir ungmennanna, stökk í vatnið og synti eins hratt og hún gat. Hún segist hafa séð Breivik á ströndinni og hugsað með sér að hún vildi frekar drukkna í vatninu en að vera skotin af honum. Henni tókst að synda sex hundruð metra í ísköldu vatninu yfir á meginlandið en það var þá sem hún áttaði sig á því að hún hafði verið skotin í handlegginn. Önnur stúlka óskaði eftir því að Breivík væri fjarlægður úr réttarsalnum á meðan hún bæri vitni, hún gæti ekki horfst í augu við manninn sem reyndi að drepa hana. Hún lýsti því hvernig henni tókst að fjarlægja byssukúlu úr skotsári á læri sínu og lagðist síðan til sunds til að komast í burtu en fékk astmakast og var nær drukknuð í vatninu. Hún sagði fyrir réttinum í dag að þau sem voru á eyjunni hafi sigrað og Breivik tapað þar sem norsk ungmenni kunni að synda. Þriðja vitnið var drengur sem varð fyrir skoti í öxlina sem gerði gat á lunga hans, hann faldi sig undir trjám og þakti með mold til að reyna að fela sig, þar hafi hann beðið þar til lögreglan kom til hjálpar. Búist er við að réttarhöldin yfir Breivik geti staðið í tíu vikur. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Tilfinningaþrungin stund var í dómsal í Osló í dag þegar fórnarlömb sem særðust í árás Anders Behring Brevik í Útey lýstu því hvernig þau komust lífs af. Réttarhöldin yfir Breivik hafa staðið yfir í tæpan mánuð. Í dag báru eftirlifandi fórnarlömb voðaverkanna vitni og lýstu því hvernig þeim tókst, mörgum á undraverðan hátt, að komast í burtu frá fjöldamorðingjanum. Ein rúmlega tvítug stúlka átti erfitt með að halda aftur tárunum þegar hún lýst því hvernig hún flúði í gegnum tjaldbúðir ungmennanna, stökk í vatnið og synti eins hratt og hún gat. Hún segist hafa séð Breivik á ströndinni og hugsað með sér að hún vildi frekar drukkna í vatninu en að vera skotin af honum. Henni tókst að synda sex hundruð metra í ísköldu vatninu yfir á meginlandið en það var þá sem hún áttaði sig á því að hún hafði verið skotin í handlegginn. Önnur stúlka óskaði eftir því að Breivík væri fjarlægður úr réttarsalnum á meðan hún bæri vitni, hún gæti ekki horfst í augu við manninn sem reyndi að drepa hana. Hún lýsti því hvernig henni tókst að fjarlægja byssukúlu úr skotsári á læri sínu og lagðist síðan til sunds til að komast í burtu en fékk astmakast og var nær drukknuð í vatninu. Hún sagði fyrir réttinum í dag að þau sem voru á eyjunni hafi sigrað og Breivik tapað þar sem norsk ungmenni kunni að synda. Þriðja vitnið var drengur sem varð fyrir skoti í öxlina sem gerði gat á lunga hans, hann faldi sig undir trjám og þakti með mold til að reyna að fela sig, þar hafi hann beðið þar til lögreglan kom til hjálpar. Búist er við að réttarhöldin yfir Breivik geti staðið í tíu vikur.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira