Innlent

Umferðarslys við Blönduós

BBI skrifar
Umferðarslys varð í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi fyrir skömmu. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er slysið talið alvarlegt en einn hefur verið fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.

Fólksbifreið var ekið út af veginum við Vatnsskarð. Ökumaður var einn í bifreiðinni og var fluttur á sjúkrahúsið á Sauðárkróki. Ekki liggja fyrir upplýsingar um líðan viðkomandi sem stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×