Innlent

Engan sakaði þegar skúta strandaði undan Skildinganesi

Engan af fjögurra manna áhöfn íslenskrar seglskútu sakaði, þegar hún strandaði út af Skildinganesi í gærkvöldi.

Vitni úr landi gerði viðvart og brugðust bjrögunarsveitir Landsbjargar og slökkviliðsins þegar við með miklum liðsafla og voru björgunarbátar sendir að skútunni.

Hún náðist aftur á flot og var dreginn til Kópavogshafnar, þangað sem komið var rétt fyrir miðnætti og verða hugsanlegar skemmdir á skútunni kannaðar þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×