Innlent

Bræðslunni lauk án meiriháttar áfalla

BBI skrifar
Myndin er úr Borgarfirði eystra.
Myndin er úr Borgarfirði eystra. Mynd/Heiða Helgadóttir
Síðasta kvöld útihátíðarinnar Bræðslunnar í Borgarfirði eystri fór fram í gær. Hátíðin gekk öll fyrir sig án meiriháttar áfalla að sögn lögreglu.

Lögregla telur að milli 2.000 og 2.500 manns hafi verið saman komnir á hátíðinni. Engar meiriháttar líkamsárásir komu upp og ekki eitt einasta fíkniefnamál. „Það voru einhverjir minniháttar pústrar en ekkert alvarlegt og engar kærur," segir lögreglumaður á vakt.

Lögreglan var með fíkniefnahund á svæðinu en hann fann engin fíkniefni.

Einn einstaklingur er grunaður fyrir ölvunarakstur og nokkrir voru stöðvaðir í morgun áður en þeir lögðu af stað. „Nú bíður svo fólk bara í röðum eftir að fá að blása hjá okkur og keyra burt," segir lögreglumaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×