Íslenski boltinn

Hermann búinn að semja við ÍBV

Hermann kátur við undirskriftina í dag.
Hermann kátur við undirskriftina í dag. mynd/óskar
Hermann Hreiðarsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við ÍBV en það lá fyrir á dögunum að hann myndi taka við af Magnúsi Gylfasyni sem þjálfari liðsins.

Hermann er uppalinn Eyjamaður en hefur verið í atvinnumennsku lengi eins og flestum ætti að vera kunnugt um.

Eyjamaðurinn fer væntanlega að vinna í leikmannamálum á næstunni en það liggur til að mynda ekki enn fyrir hvort Tryggvi Guðmundsson spili áfram fyrir félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×