Innlent

Dreginn á þurrt að Fjallabaki

Þessi jepplingur sat fastur austan Landmannalauga á miðvikudaginn.
Þessi jepplingur sat fastur austan Landmannalauga á miðvikudaginn. Mynd/Ingó Herbertsson
Ferðamenn á jepplingi sem þeir höfðu tekið á leigu lentu í ógöngum á miðvikudag þegar þeir festu bílinn í á sem rennur á Fjallabaksleið syðri.

Aldrei virðist of brýnt fyrir ferðafólki að fara varlega á hálendisvegum enda algengt að menn bæði aki slóða sem farartæki þeirra ráða ekki við og keyri utan vega sem vitanlega er stranglega bannað. Í þessu tilfelli fór vel því jepplingurinn var dreginn á þurrt af öðrum hjálpsömum ferðalöngum.

- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×