Innlent

350 ár liðin frá Kópavogsfundinum

Í dag eru liðin þrjú hundruð og fimmtíu ár frá Kópavogsfundinum þar sem Íslendingar samþykktu erfðaeinveldið, en hann fór fram árið 1662.

Klukkan eitt verður lagt af stað í sögugöngu frá íþróttahúsinu Smára að gamla þingstaðnum og Klukkan tvö hefst svo stutt dagskrá á sviði við gamla Kópavogsbæinn en þar mun meðal annars götuleikhús Kópavogs setja Kópavogsfundinn á svið.

Annálar minnast fundarins helst fyrir það að eftir undirskriftina var haldin mikil veisla með flugeldasýningu og fallbyssuskotum, því mun dagskránni í dag ljúka á endurgerð fyrstu flugeldasýningarinnar á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×