Vill ræða mál Nubos af yfirvegun Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 31. júlí 2012 19:04 Steingrímur J. Sigfússon segir betra að ræða mál Huangs Nubos af yfirvegun en að hrópast á í fjölmiðlum. Ríkisstjórnin mun skipa hóp ráðherra til að mynda afstöðu ríkisstjórnarinnar til framkvæmdana. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að mynda hóp ráðherra og ráðuneyta til að fara yfir stöðu málsins og aðkomu ríkisins. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir það viðhorf uppi að ekkert hafi hingað til gerst í málinu sem sé óafturkræft, fjárfesting Huangs Nubos skapi mörg álitamál. „Yfir það þarf að fara og það er ekkert óafturkræft í þessum efnum," segir Ögmundur. Hann segir hópinn eiga eftir að mynda lokaafstöðu ríkisstjórnarinnar til málsins. „Við í sameiningu setjumst yfir málin. Förum efnislega yfir það sem vitað er um málið. Gröfumst eftir öðru sem dýpra er á og komumst svo sameiginlega að niðurstöðu." Á vef iðnaðarráðuneytisins var í dag birt fréttatilkynning þar sem fjallað er um málið. Þar segir að ýmsum spurningum sé ósvarað hvað varðar uppbyggingu innviða í tengslum við fjárfestingu Nubos. Til að mynda raforkudreifingu, snjómokstur, skóla og heilbrigðisþjónustu. „Já, það er ýmislegt sem tengist auðvitað þá innviðum sem verða að vera til staðar ef menn fara út í uppbyggingu af þessu tagi á svona stað. Það eru fjárhagsleg og umhverfisleg sjónarmið sem þarf að fara yfir," segir Steingrímur J. Sigfússon, sitjandi iðnaðarráðherra. Hann segir málið vera viðkvæmt. „Sumir blanda í það pólitík eða stórveldapólitík og tilfinningum. Ég held að það sé öllum fyrir bestu að ræða þetta af yfirvegun og skoða. Ana ekki að neinu í þeim efnum. Það sé betri kostur en að hrópast á um þetta í fjölmiðlum eða á torgum," segir Steingrímur. Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon segir betra að ræða mál Huangs Nubos af yfirvegun en að hrópast á í fjölmiðlum. Ríkisstjórnin mun skipa hóp ráðherra til að mynda afstöðu ríkisstjórnarinnar til framkvæmdana. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að mynda hóp ráðherra og ráðuneyta til að fara yfir stöðu málsins og aðkomu ríkisins. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir það viðhorf uppi að ekkert hafi hingað til gerst í málinu sem sé óafturkræft, fjárfesting Huangs Nubos skapi mörg álitamál. „Yfir það þarf að fara og það er ekkert óafturkræft í þessum efnum," segir Ögmundur. Hann segir hópinn eiga eftir að mynda lokaafstöðu ríkisstjórnarinnar til málsins. „Við í sameiningu setjumst yfir málin. Förum efnislega yfir það sem vitað er um málið. Gröfumst eftir öðru sem dýpra er á og komumst svo sameiginlega að niðurstöðu." Á vef iðnaðarráðuneytisins var í dag birt fréttatilkynning þar sem fjallað er um málið. Þar segir að ýmsum spurningum sé ósvarað hvað varðar uppbyggingu innviða í tengslum við fjárfestingu Nubos. Til að mynda raforkudreifingu, snjómokstur, skóla og heilbrigðisþjónustu. „Já, það er ýmislegt sem tengist auðvitað þá innviðum sem verða að vera til staðar ef menn fara út í uppbyggingu af þessu tagi á svona stað. Það eru fjárhagsleg og umhverfisleg sjónarmið sem þarf að fara yfir," segir Steingrímur J. Sigfússon, sitjandi iðnaðarráðherra. Hann segir málið vera viðkvæmt. „Sumir blanda í það pólitík eða stórveldapólitík og tilfinningum. Ég held að það sé öllum fyrir bestu að ræða þetta af yfirvegun og skoða. Ana ekki að neinu í þeim efnum. Það sé betri kostur en að hrópast á um þetta í fjölmiðlum eða á torgum," segir Steingrímur.
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira