Enski boltinn

Cech meiddur í nára

Stefán Árni Pálsson skrifar
Cech ásamt liðsfélaga sínum Frank Lampard
Cech ásamt liðsfélaga sínum Frank Lampard Mynd. / Getty Images.
Hinn tékkneski markvörður Chelsea Petr Cech varð að fara af velli í hálfleik í gær þegar liðið lék gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Chelsea vann leikinn 2-1 en Cech gat aðeins leikið hálfan leikinn vegna meiðsla í nára.

Ross Turnbull stóð á milli stanganna í síðari hálfleiknum og þótti standa sig vel.

„Ég fann fyrir miklum sársauka í náranum þegar ég kýldi boltann frá marki rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins. Ég gerði mér strax grein fyrir því að ég myndi ekki spila síðari hálfleikinn. Það verður síðan að koma í ljós hversu alvarleg meiðslin eru."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×