Skurðaðgerðir við lungnakrabba skila góðum árangri Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. júlí 2012 09:35 Árangur skurðaðgerða vegna lungnakrabbameins hér á landi er mjög góður í alþjóðlegum samanburði og lífslíkur þeirra sem gangast undir slíkar aðgerðir hafa batnað umtalsvert. Þetta kemur fram í grein íslenskra vísindamanna við Háskóla Íslands og Landspítala sem birtist nýverið í einu virtasta tímariti heims á sviði krabbameinslækninga, Journal of Thoracic Oncology. Árlega greinast hátt í 150 einstaklingar með lungnakrabbamein og er það annað algengasta krabbameinið sem greinist hjá báðum kynjum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Helsta úrræðið við lungnakrabbameini er skurðaðgerð þar sem æxlið er fjarlægt ásamt nærliggjandi lungnavef. Þessar aðgerðir eru oft umfangsmiklar og hafa stundum fylgikvilla. Í grein íslensku vísindamannanna í tímaritinu Journal of Thoracic Oncology var kannaður árangur þessara aðgerða hér á landi á árabilinu 1994-2008. Greinin byggist á meistarverkefni Húnboga Þorsteinssonar, læknanema og nú kandídats á Landspítala, sem vann verkefnið undir handleiðslu Tómasar Guðbjartssonar prófessors. Aðrir höfundar voru læknarnir Steinn Jónsson prófessor, Helgi J. Ísaksson, Ásgeir Alexandersson, Guðrún Nína Óskarsdóttir og Rut Skúladóttir. Niðurstöður sýna að árangur þessara aðgerða hér á landi er mjög góður á alþjóðlegan mælikvarða, en 99 prósent sjúklinga lifðu þær af. Einnig höfðu lífslíkur sjúklinga batnað umtalsvert á síðasta fimm ára tímabili rannsóknarinnar, sem er ánægjuleg þróun. Í rannsókninni kom jafnframt í ljós að af þeim 1530 sjúklingum, sem greindust með lungnakrabbamein á rannsóknartímabilinu, gengust alls 26 prósent undir skurðaðgerð. Það er hátt hlutfall miðað við önnur Evrópulönd og með því besta sem þekkist í heiminum. Til samanburðar hefur þetta hlutfall verið innan við 10 prósent á Englandi og undir 20 prósent annars staðar á Norðurlöndum. Í leiðara síðasta Journal of Thoracic Oncology er sérstaklega bent á þennan góðan árangur hér á landi og íslensku heilbrigðiskerfi hrósað. Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira
Árangur skurðaðgerða vegna lungnakrabbameins hér á landi er mjög góður í alþjóðlegum samanburði og lífslíkur þeirra sem gangast undir slíkar aðgerðir hafa batnað umtalsvert. Þetta kemur fram í grein íslenskra vísindamanna við Háskóla Íslands og Landspítala sem birtist nýverið í einu virtasta tímariti heims á sviði krabbameinslækninga, Journal of Thoracic Oncology. Árlega greinast hátt í 150 einstaklingar með lungnakrabbamein og er það annað algengasta krabbameinið sem greinist hjá báðum kynjum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Helsta úrræðið við lungnakrabbameini er skurðaðgerð þar sem æxlið er fjarlægt ásamt nærliggjandi lungnavef. Þessar aðgerðir eru oft umfangsmiklar og hafa stundum fylgikvilla. Í grein íslensku vísindamannanna í tímaritinu Journal of Thoracic Oncology var kannaður árangur þessara aðgerða hér á landi á árabilinu 1994-2008. Greinin byggist á meistarverkefni Húnboga Þorsteinssonar, læknanema og nú kandídats á Landspítala, sem vann verkefnið undir handleiðslu Tómasar Guðbjartssonar prófessors. Aðrir höfundar voru læknarnir Steinn Jónsson prófessor, Helgi J. Ísaksson, Ásgeir Alexandersson, Guðrún Nína Óskarsdóttir og Rut Skúladóttir. Niðurstöður sýna að árangur þessara aðgerða hér á landi er mjög góður á alþjóðlegan mælikvarða, en 99 prósent sjúklinga lifðu þær af. Einnig höfðu lífslíkur sjúklinga batnað umtalsvert á síðasta fimm ára tímabili rannsóknarinnar, sem er ánægjuleg þróun. Í rannsókninni kom jafnframt í ljós að af þeim 1530 sjúklingum, sem greindust með lungnakrabbamein á rannsóknartímabilinu, gengust alls 26 prósent undir skurðaðgerð. Það er hátt hlutfall miðað við önnur Evrópulönd og með því besta sem þekkist í heiminum. Til samanburðar hefur þetta hlutfall verið innan við 10 prósent á Englandi og undir 20 prósent annars staðar á Norðurlöndum. Í leiðara síðasta Journal of Thoracic Oncology er sérstaklega bent á þennan góðan árangur hér á landi og íslensku heilbrigðiskerfi hrósað.
Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira