Innlent

Sækja fótbrotna konu í Landmannalaugum

Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið í Landmannalaugar að sækja slasaðan ferðamann. Um er að ræða konu sem virðist hafa fótbrotnað. Líklega verður konan flutt á Landspítalann í Fossvogi, þó það sé ekki endanlega útséð með það.

Mikið annríki hefur verið hjá Landhelgisgæslunni, þá helst þyrluflugmönnum, síðustu daga. Þannig þurfti þeir að sinna þremur útköllum sama kvöldið fyrr í vikunni, meðal annars vegna konu sem hafði komið sér í sjálfheldu í Landmannalaugum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×