Fótbolti

Rússar byrja vel undir stjórn Capello - unnu Portúgali

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Rússar halda áfram góðri byrjun sinni í undankeppni HM undir stjórn Ítalans Fabio Capello en rússneska liðið vann 1-0 sigur á Portúgal á Luzhniki leikvanginum í Moskvu í dag.

Rússar hafa fullt hús og markatöluna 7-0 eftir fyrstu þrjá leikina en Portúgal var líka búið að vinna tvo fyrstu leiki sína.

Aleksandr Kerzhakov, leikmaður Zenit St. Petersburg, skoraði eina mark leiksins strax á 6. mínútu eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Roman Shirokov sem leikur líka með Zenit.

Fabio Capello talaði um það fyrir leikinn að Rússar þyrftu að gera allt til að stoppa Cristiano Ronaldo og það tókst.

Englendingar stigu ekki mörg feilspor í undankeppninni undir stjórn Capello og sama virðist vera upp á teningnum hjá rússneska liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×