Fótbolti

Aron Einar biðst afsökunar

Aron Einar.
Aron Einar.
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hefur beðist auðmjúklega afsökunar á óviðeigandi ummælum sem hann lét falla um Albana á vefsíðunni fótbolti.net.

"Það er mikil fátækt í þessu landi og þetta eru mestmegnis glæpamenn," sagði Aron meðal annars og bætir við að þetta sé þjóð sem sé ekki upp á marga fiska.

"Mér urðu á mistök. Lét hafa eftir mér í viðtali óviðeigandi ummæli og sé eftir þeim. Ég biðst auðmjúklega afsökunar," segir Aron Einar á Twitter-síðu sinni í hádeginu.

Ísland mætir Albaníu ytra í undankeppni HM á eftir. Leikurinn hefst klukkan 17.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×