Fótbolti

Ítalía sótti þrjú stig til Armeníu | Bendtner tryggði Dönum stig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Daniel Osvaldo fagnar marki sínu í dag.
Daniel Osvaldo fagnar marki sínu í dag. Nordic Photos / Getty Images
Ítalía vann góðan útisigur á Armeníu í undankeppni HM 2014 í kvöld, 3-1. Með sigrinum skellti Ítalía sér á topp B-riðils undankeppninnar með sjö stig.

Andrea Pirlo kom Ítalíu yfir strax á elleftu mínútu en Henrik Mkhitaryan jafnaði metin fyrir heimamenn rúmum stundarfjórðungi síðar.

En Ítalir tryggðu sér svo sigurinn með tveimur mörkum í síðari hálfleik en þau skoruðu Daniele De Rossi og Daniel Osvaldo.

Í Búlgaríu kom Dimitar Rangelov heimamönnum yfir eftir sjö mínútna leik gegn Dönum. Nicklas Bendtner jafnaði metin fyrir Dani skömmu fyrir hálfleik og þar við sat. Fyrr í dag vann Tékkland 3-1 sigur á Möltu í sama riðli.

Ítalir eru efstir í B-riðli með sjö stig en Búlgarir koma næstir með fimm stig. Tékkar hafa fjögur stig og Danir tvö stig. Frændur okkar hafa þó leikið leik minna en hinar þjóðirnar þrjár. Danir sækja Ítali heim á þriðjudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×