Glufan í gjaldeyrishöftunum var eins og peningavél fyrir fjárfesta 13. mars 2012 18:30 Fjárfestar gátu notað glufu í lögum um gjaldeyrishöft til að græða mörg hundruð milljónir með því einu að færa peninga til og frá landinu. Alþingi lokaði á þennan möguleika í nótt með lagabreytingu. Erlendir fjárfestar hafa alveg frá lögfestingu gjaldeyrishaftanna getað tekið út afborganir og vexti af jafngreiðslubréfum í erlendri mynt og þannig komið peningum sínum úr landi á einungis nokkrum árum. Það voru hins vegar fleiri sem gátu nýtt sér þessi bréf oft til að skapa mikinn hagnað á stuttum tíma. Tökum dæmi, maður sem á tíu milljónir króna, gat tekið lán fyrir níutíu milljónir og þar með keypt skuldabréf fyrir hundrað milljónir, bréfin eru síðan sett að veði gegn láninu. Á gjalddaga bréfsins fengi maðurinn vexti og afborganir uppá tíu milljónir króna og skiptir þeim í evrur á genginu 160. Hann selur síðan bréfin og greiðir upp lánið. Þegar seðlabankinn heldur uppboð á gjaldeyri getur maðurinn selt evrurnar sínar aftur til seðlabankans á gengi í kringum 240 krónur. Þar meður stendur maðurinn uppi með fimmtán milljónir króna eða helmingi meira en hann átti í upphafi. Þetta er dæmi um einfalda mynd af því hvernig hægt var að nýta höftin sem eins konar peningavél. Það er hins vegar ekki sjálfsagt að maðurinn fái svo hátt lán og hann þarf einnig að uppfylla skilyrði til að fá greiddar afborganir í evrum og til að geta selt evrur til seðlabankans. Alþingi hefur nú stöðvað að hægt sé að taka út afborganir í erlendri mynt en efnahags og viðskiptaráðherra segir tímasetninguna ekki vera tilviljun. „Það var að safnast upp ákveðin áhyggju tilefni sérstaklega í stórauknum kaupum krónueigenda á skuldabréfum og fleira sem gerði það að verkum að þessi tími var valinn," sagði Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. Aðstoðarseðlabankastjóri segir engin takmörk fyrir því hversu mikið þessi vandi hefði getað vaxið. „En það gæti orðið það stór vandi að höftin myndu ekki bíta og það myndi grafa undan áætlun um losun hafta að því leyti að þeir sem ella væru líklegir að taka þátt í útboðum bankans myndu kjósa þessa leið frekar þar sem hún er ábótasamari," sagði Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri. „Þetta er auðvitað búið að eiga sér nokkurn aðdraganda og vera í undibúningi um skeið og reyndar víðtækari breytingar sem eru í farvatninu að rýmka ýmsar reglur í þágu almennings en það var valinn þessi tímapunktur fyrir þessi tímapunktur fyrir þessi tilteknuatriði sem farið var í í gær." Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Fjárfestar gátu notað glufu í lögum um gjaldeyrishöft til að græða mörg hundruð milljónir með því einu að færa peninga til og frá landinu. Alþingi lokaði á þennan möguleika í nótt með lagabreytingu. Erlendir fjárfestar hafa alveg frá lögfestingu gjaldeyrishaftanna getað tekið út afborganir og vexti af jafngreiðslubréfum í erlendri mynt og þannig komið peningum sínum úr landi á einungis nokkrum árum. Það voru hins vegar fleiri sem gátu nýtt sér þessi bréf oft til að skapa mikinn hagnað á stuttum tíma. Tökum dæmi, maður sem á tíu milljónir króna, gat tekið lán fyrir níutíu milljónir og þar með keypt skuldabréf fyrir hundrað milljónir, bréfin eru síðan sett að veði gegn láninu. Á gjalddaga bréfsins fengi maðurinn vexti og afborganir uppá tíu milljónir króna og skiptir þeim í evrur á genginu 160. Hann selur síðan bréfin og greiðir upp lánið. Þegar seðlabankinn heldur uppboð á gjaldeyri getur maðurinn selt evrurnar sínar aftur til seðlabankans á gengi í kringum 240 krónur. Þar meður stendur maðurinn uppi með fimmtán milljónir króna eða helmingi meira en hann átti í upphafi. Þetta er dæmi um einfalda mynd af því hvernig hægt var að nýta höftin sem eins konar peningavél. Það er hins vegar ekki sjálfsagt að maðurinn fái svo hátt lán og hann þarf einnig að uppfylla skilyrði til að fá greiddar afborganir í evrum og til að geta selt evrur til seðlabankans. Alþingi hefur nú stöðvað að hægt sé að taka út afborganir í erlendri mynt en efnahags og viðskiptaráðherra segir tímasetninguna ekki vera tilviljun. „Það var að safnast upp ákveðin áhyggju tilefni sérstaklega í stórauknum kaupum krónueigenda á skuldabréfum og fleira sem gerði það að verkum að þessi tími var valinn," sagði Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. Aðstoðarseðlabankastjóri segir engin takmörk fyrir því hversu mikið þessi vandi hefði getað vaxið. „En það gæti orðið það stór vandi að höftin myndu ekki bíta og það myndi grafa undan áætlun um losun hafta að því leyti að þeir sem ella væru líklegir að taka þátt í útboðum bankans myndu kjósa þessa leið frekar þar sem hún er ábótasamari," sagði Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri. „Þetta er auðvitað búið að eiga sér nokkurn aðdraganda og vera í undibúningi um skeið og reyndar víðtækari breytingar sem eru í farvatninu að rýmka ýmsar reglur í þágu almennings en það var valinn þessi tímapunktur fyrir þessi tímapunktur fyrir þessi tilteknuatriði sem farið var í í gær."
Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira