Fótbolti

Agger og Zlatan bestir í Danmörku og Svíþjóð

Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic.
Þeir Daniel Agger og Zlatan Ibrahimovic voru í gær útnefndir bestu leikmenn Danmerkur og Svíþjóðar á þessu ári.

William Kvist, Niki Zimling og Nicklas Bendtner tóku næstu sæti í Danmörku. Christian Eriksen vann þessi verðlaun í Danmörku í fyrra.

Zlatan var að vinna verðlaunin í Svíþjóð í sjöunda sinn. Hann lýsti því yfir á hófinu í Svíþjóð í gær að hann vilji að kvennalið PSG verði besta lið Evrópu. Hann ætlar að beita sér fyrir því að Lotta Schelin komi meðal annars til liðsins en hún spilar með Lyon í dag.

"Barcelona er með handbolta, körfubolta og fótbolta. Við erum líka með gott handboltalið og karfan er að koma til. PSG vill vera risafélag í öllum íþróttum," sagði Zlatan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×