Fótbolti

Platini vill gera miklar breytingar á lokakeppni EM árið 2020

Michel Platini
Michel Platini Nordic Photos / Getty Images
Michel Platini, forseti Knattspyrnusambands Evrópu – UEFA, vill gera miklar breytingar á lokakeppni Evrópumóts landsliða í karlaflokki árið 2020. Samkvæmt frétt þýska dagblaðsins Bild ætlar Platini að leggja fram tillöguna 7. desember nk. Platini telur að í framtíðinni verði það of dýrt fyrir eina eða tvær þjóðir að taka að sér að vera gestgjafar á EM. Hann ætlar að leggja til að mótið árið 2020 fari fram á 12 stöðum í Evrópu.

Wolfgang Niersbach, forseti knattspyrnusambands Þýskalands segir við Bild að Platini hafi sýnt sér þessa tillögu, en UEFA eigi eftir að fjalla um málið með formlegum hætti.

Samkvæmt tillögu Platini verða keppnisstaðirnir 12 valdir út frá þeim löndum sem komast í úrslitakeppnina og stöðu þeirra á styrkleikalista FIFA.

Undanúrslit mótsins og úrslitaleikurinn færu fram á sama keppnisvelli og þar með væru keppnisstaðirnir alls 13 samkvæmt tillögu Platini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×