Fótbolti

Pele fluttur á sjúkrahús

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pele.
Pele. Mynd/Nordic Photos/Getty
Edison Arantes do Nascimento, betur þekktur undir gælunafni sínu Pele, var fluttur inn á sjúkrahús í dag en talsmaður sjúkrahússins í Sao Paulo gat ekki gefið brasilískum fjölmiðlum frekari upplýsingar af beiðni fjölskyldu Pele.

Pele er einn frægasti fótboltamaður allra tíma og af mörgum talinn sá besti allra tíma. Hann varð þrisvar sinnum heimsmeistari með brasilíska landsliðinu og skoraði yfir þúsund mörk á ferli sínum.

Pele varð 72 ára í október síðastliðnum en hann hefur verið áberandi talsmaður fótboltans síðan að hann lagði skóna á hilluna árið 1977. Hann er líka þekktur fyrir undarlega skoðanir sínar á fótbolta sem vekja alltaf mikla fjölmiðlaathygli.

Pele er þjóðarhetja í Brasilíu og það má búast við að öll brasilíska þjóðin standi nú á öndinni á meðan kemur í ljós hversu veikur Pele er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×