Fótbolti

Pele var "bara" í aðgerð á mjöðm

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pele.
Pele. Mynd/AFP
Brasilíumenn anda nú eflaust léttar eftir að í ljós kom að veikindi goðsagnarinnar Pele voru ekki alvarleg. Hann var lagður inn á sjúkrahús vegna þess að hann þurfti að gangast undir aðgerð á mjöðm.

Hinn 72 ára gamli Pele fór í aðgerðina á Albert Einstein sjúkrahúsinu í Sao Paulo en hafði í fyrstu aðeins mætt á spítalann til að fara í almenna læknisskoðun. Pele var samt búinn að kvarta undan verkjum í mjöðm í nokkurn tíma.

Aðgerðin gekk vel samkvæmt ráðgjafa hans Jose Ovens og það er búist við því að Pele fái að fara heim strax á morgun.

Það verður nóg að gera hjá Pele næsta eina og hálfa árið en hann tekur mikinn þátt í undirbúningnum fyrir HM í fótbolta sem fer fram í Brasilíu 2014.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×