Innlent

Kraumur úthlutað í dag

Hljómsveitin Sólstafir stefna á tvær tónleikaferðir á árinu.
Hljómsveitin Sólstafir stefna á tvær tónleikaferðir á árinu.
Tónlistarsjóðurinn Kraumur hefur kynnt úthlutun sína fyrir árið 2012. Alls styður sjóðurinn 15 verkefni í ár, þar af tíu verkefni listamanna af margvíslegum toga á erlendum og innlendum vettvangi.

Þá hljóta þrjár tónlistarhátíðir stuðning og tvö fræðsluverkefni.

Í fréttatilkynningu frá Kraumi kemur fram að verkefni sjóðsins sé að vinna með kynningu á íslenskri tónlist erlendis ásamt því að styðja við öflugt tónlistarstarf hérlendis.

Á meðal þeirra listamanna sem fá úthlutun úr sjóðnum eru Sólstafir, Lay Low, Of Monsters and Men, Kammerkór Suðurlands og Dead Skeletons.

Tónlistarhátíðin Eistnaflug hlaut einnig úthlutun.

Hægt er að nálgast nákvæma útlistun á úthlutun Kraums árið 2012 hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×