Skemmtigarðurinn þykir bestur 16. nóvember 2012 08:00 Eyþór Guðjónsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir og Sigurður Örn Eiríksson veittu verðlaununum móttöku í Orlandó í gær. Skemmtigarðurinn í Smáralind hlaut í gær verðlaun sem Besti innanhúss skemmtigarður heims árið 2012. Verðlaunin eru veitt árlega af IAAPA, alþjóðlegum samtökum skemmtigarða. „Það var óvæntur heiður að fá þessi verðlaun og þau eru mun stærri við áttum von á. Það var gaman að standa við hlið verðlaunaþega frá Walt Disney, Sea World og annarra stærri garða og sannast kannski hið margkveðna að stærðin skiptir ekki alltaf máli,“ segir Eyþór Guðjónsson framkvæmdastjóri Skemmtigarðsins. Eyþór veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn í Orlandó ásamt Ingibjörgu Guðmundsdóttur og Sigurði Erni Eiríkssyni. Keppt er í tveimur flokkum, annars vegar í flokki stórra skemmtigarða og hins vegar í flokki smærri garða. Að sögn Eyþórs er nokkuð langt um liðið frá því að evrópskur skemmtigarður hlaut umrædd verðlaun. IAAPA-samtökin voru stofnuð árið 1918 og innan samtakanna má finna yfir fjögur þúsund skemmtigarða í 93 löndum. En hvaða þýðingu hafa verðlaunin fyrir Eyþór og samstarfsfólk hans? „Þetta hvetur okkur til áframhaldandi góðra verka. Við erum ánægðust með það að þarna kemur hlutlaus aðili í Skemmtigarðinn og telur hann bestan í heimi. Það er frábært að fá þessa viðurkenningu. Við tökum þessu af hógværð og erum fyrst og fremst þakklát.“ Þegar hann er að lokum inntur eftir því hvort aðstandendur Skemmtigarðsins ætli að fagna þessu góða gengi segir hann hlæjandi: „Við förum kannski út að borða hér í Orlandó og gefum hvert öðru „high five“.“ - sm Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Sjá meira
Skemmtigarðurinn í Smáralind hlaut í gær verðlaun sem Besti innanhúss skemmtigarður heims árið 2012. Verðlaunin eru veitt árlega af IAAPA, alþjóðlegum samtökum skemmtigarða. „Það var óvæntur heiður að fá þessi verðlaun og þau eru mun stærri við áttum von á. Það var gaman að standa við hlið verðlaunaþega frá Walt Disney, Sea World og annarra stærri garða og sannast kannski hið margkveðna að stærðin skiptir ekki alltaf máli,“ segir Eyþór Guðjónsson framkvæmdastjóri Skemmtigarðsins. Eyþór veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn í Orlandó ásamt Ingibjörgu Guðmundsdóttur og Sigurði Erni Eiríkssyni. Keppt er í tveimur flokkum, annars vegar í flokki stórra skemmtigarða og hins vegar í flokki smærri garða. Að sögn Eyþórs er nokkuð langt um liðið frá því að evrópskur skemmtigarður hlaut umrædd verðlaun. IAAPA-samtökin voru stofnuð árið 1918 og innan samtakanna má finna yfir fjögur þúsund skemmtigarða í 93 löndum. En hvaða þýðingu hafa verðlaunin fyrir Eyþór og samstarfsfólk hans? „Þetta hvetur okkur til áframhaldandi góðra verka. Við erum ánægðust með það að þarna kemur hlutlaus aðili í Skemmtigarðinn og telur hann bestan í heimi. Það er frábært að fá þessa viðurkenningu. Við tökum þessu af hógværð og erum fyrst og fremst þakklát.“ Þegar hann er að lokum inntur eftir því hvort aðstandendur Skemmtigarðsins ætli að fagna þessu góða gengi segir hann hlæjandi: „Við förum kannski út að borða hér í Orlandó og gefum hvert öðru „high five“.“ - sm
Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Sjá meira