Fótbolti

Vukcevic kominn aftur til meðvitundar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Þýski knattspyrnumaðurinn Boris Vukcevic er kominn aftur til meðvitundar eftir að hafa legið í dái í einn og hálfan mánuð.

Vukcevic lenti í slæmu bílslysi í lok september og var lengi í lífshættu. Hann var á leið á æfingu þegar bíll hans skall framan á vöruflutningabíl sem var að koma úr gagnstæðri átt.

Vukcevic, sem er 22 ára gamall, fékk lífshættulega höfuðáverka og er enn ekki vitað hvort hann muni nokkru sinni ná fullum bata á nýjan leik.

Foreldrar hans komu nýverið fram til að þakka fyrir sýndan hlýhug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×