Flöskuháls í stjórnsýslu tefur afgreiðslu lífsnauðsynlegra lyfja Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. júní 2012 19:16 Flöskuháls í stjórnsýslunni er þess valdandi að tugir MS-sjúklinga fá ekki nauðsynleg lyf sem hindra framvindu sjúkdómsins. Unnið er að lausn en dauðsfall af notkun eldra lyfs varð til þess að hjólin fóru að snúast. MS-sjúklingar hafa margir notað lyfið Tysabri til að hægja á MS-sjúkdómnum sem er banvænn. Allnokkrir sjúklingar sem notað hafa lyfið hafa orðið að hætta því vegna aukaverkana sem lyfið veldur sem felst í vaxandi áhættu á alvarlegri og banvænni heilabólgu. Áhættuna er unnt að meta, og sé hún „of há" að mati læknis er sjúklingi ráðlagt að hætta notkun lyfsins. Lyfið Gilenya þjónar sama tilgangi og hefur ekki þessar aukaverkanir. Sjúklingar sem þurfa á því að halda hafa hins vegar ekki fengið lyfið því Sjúkratryggingar Íslands hafa ekki innleitt það. Þá voru ekki haldnir fundir í svokallaðri kostnaðarnefnd S-lyfja, en Gilenya fellur þar undir. Lyf af þessu tagi eru að fullu greidd af ríkissjóði, ólíkt sumra lyfseðilsskyldra lyfja þar sem sjúklingurinn greiðir hlutdeild í kostnaði. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er ekki aðeins við Sjúkratryggingar að sakast hér. Formleg beiðni þarf að berast frá lyfjadeild Landspítalans.Óafturkræf skerðing á lífsgæðum Með öðrum orðum: vegna hægagangs í heilbrigðiskerfinu hafa MS-sjúklingar verið án lyfsins, en án meðhöndlunar getur MS haft óafturkræfar skerðingar á lífsgæðum og heilsu þessa fólks. Gilenya er fáanlegt því það hefur verið til á lager innflutningsaðila frá í september í fyrra þegar það var skráð í Lyfjaverðsskrá sem þýðir að það varð aðgengilegt á íslenskum markaði. Árlegur kostnaður ríkissjóðs vegna notkunar lyfsins er 3,7 milljónir króna á ári á sjúkling. Munurinn á kostnaðinum við Tysabri er mjög óverulegur. Í raun má færa rök fyrir því að ódýrara sé fyrir heilbrigðiskerfið að innleiða lyfið þar sem enginn jaðarkostnaður fylgi því þar sem ekki er heimsóknum á spítala til að dreifa. Lyfið er í töfluformi sem sjúklingurinn neytir einu sinni á dag. Sigurður B. Þorsteinsson, yfirlæknir á deild lyfjamála hjá Landspítalanum, sagði í samtali við fréttastofu að í raun væri hægt að afhenda lyfið núna og því fylgdi ekki aukinn kostnaður. Dauðsfall MS-sjúklings vegna aukaverkana Tysabri varð til þess að hjólin fóru að snúast. Þess skal getið að aðeins hluti sjúklinga sem nota Tysabri fer í áhættuhóp þessara aukaverkana. Sjúkratryggingar Íslands sendu yfirlýsingu í síðustu viku þar sem sagði að á „Norðurlöndum væri unnið að innleiðingu á notkunarreglum fyrir Gilenya rétt eins og hér." En málið er að byrjað var að veita sjúklingum lyfið á síðasta ári í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, samkvæmt staðfestum upplýsingum frá MS-félögum í viðkomandi löndum án þess að þess væri getið í yfirlýsingunni. Í Svíþjóð eru til dæmis 400 sjúklingar á lyfinu. Bergþóra Bergsdóttir, hjá MS-félaginu á Íslandi, sagði að svo virtist sem um einhvers konar prinsippmál væri að ræða í stjórnsýslunni, fremur en faglegt mat. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um málið. Hann varð jafnframt ekki við ósk fréttastofu um viðtal, en áréttað skal að stofnunin er bundin af öðrum í stjórnsýslunni og því virðist um nokkra samverkandi þætti að ræða. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu barst Sjúkratryggingum fyrst í síðustu viku, hinn 14. júní, formleg beiðni frá lyfjadeild LSH um innleiðingu lyfsins. Engar skýringar hafa fengist á þessu. Stofnunin hefur samt haft upplýsingar um þörfina undanfarna sex mánuði. Velferðarráðherra getur ekki gefið stofnuninni bindandi fyrirmæli þar sem hún er sjálfstæð að lögum, en hann getur beitt sér með öðrum hætti.Grimmu aðhaldi beitt, segir ráðherra Hvaða málefnalegu ástæður eru fyrir því að afgreiða ekki lyfið til þessara sjúklinga sem fyrst? „Innleiðing á nýjum lyfjum hefur fylgt ákveðnum ferlum undanfarin ár. Annars vegar lyfjanefnd og hins vegar kostnaðarnefnd. Við höfum beitt mjög grimmu aðhaldi undanfarið vegna kostaðarliða. Eftir sem áður er verið að innleiða einstök ný lyf og þetta mál er í þessum farvegi sem öll ný lyf fara í gegnum," segir Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra. Guðbjartur segir að tvennt skipti máli. Annars vegar hafi mjög háar tölur verið nefndar í upphafi vegna lyfsins gylenia en nú sé ljóst að kostnaðurinn sé sá sami og vegna Tysabri. Hins vegar séu varnaðarorð við nýja lyfinu og innleiðing á Tysabri hafi gengið of hratt fyrir sig. Fá þessir sjúklingar þessi lyf? „Að lokum held ég að það endi þannig. Það getur ekkert annað gerst. Fólk sem er orðið lyfjalaust vegna áhættunnar af Tysabri á ekki annan kost, það hlýtur að fá þetta lyf, en það þarf að ákveða með hvaða hætti og hvenær meðal annars og hvernig á að innleiða það og fyrir hverja." thorbjorn@stod2.is Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira
Flöskuháls í stjórnsýslunni er þess valdandi að tugir MS-sjúklinga fá ekki nauðsynleg lyf sem hindra framvindu sjúkdómsins. Unnið er að lausn en dauðsfall af notkun eldra lyfs varð til þess að hjólin fóru að snúast. MS-sjúklingar hafa margir notað lyfið Tysabri til að hægja á MS-sjúkdómnum sem er banvænn. Allnokkrir sjúklingar sem notað hafa lyfið hafa orðið að hætta því vegna aukaverkana sem lyfið veldur sem felst í vaxandi áhættu á alvarlegri og banvænni heilabólgu. Áhættuna er unnt að meta, og sé hún „of há" að mati læknis er sjúklingi ráðlagt að hætta notkun lyfsins. Lyfið Gilenya þjónar sama tilgangi og hefur ekki þessar aukaverkanir. Sjúklingar sem þurfa á því að halda hafa hins vegar ekki fengið lyfið því Sjúkratryggingar Íslands hafa ekki innleitt það. Þá voru ekki haldnir fundir í svokallaðri kostnaðarnefnd S-lyfja, en Gilenya fellur þar undir. Lyf af þessu tagi eru að fullu greidd af ríkissjóði, ólíkt sumra lyfseðilsskyldra lyfja þar sem sjúklingurinn greiðir hlutdeild í kostnaði. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er ekki aðeins við Sjúkratryggingar að sakast hér. Formleg beiðni þarf að berast frá lyfjadeild Landspítalans.Óafturkræf skerðing á lífsgæðum Með öðrum orðum: vegna hægagangs í heilbrigðiskerfinu hafa MS-sjúklingar verið án lyfsins, en án meðhöndlunar getur MS haft óafturkræfar skerðingar á lífsgæðum og heilsu þessa fólks. Gilenya er fáanlegt því það hefur verið til á lager innflutningsaðila frá í september í fyrra þegar það var skráð í Lyfjaverðsskrá sem þýðir að það varð aðgengilegt á íslenskum markaði. Árlegur kostnaður ríkissjóðs vegna notkunar lyfsins er 3,7 milljónir króna á ári á sjúkling. Munurinn á kostnaðinum við Tysabri er mjög óverulegur. Í raun má færa rök fyrir því að ódýrara sé fyrir heilbrigðiskerfið að innleiða lyfið þar sem enginn jaðarkostnaður fylgi því þar sem ekki er heimsóknum á spítala til að dreifa. Lyfið er í töfluformi sem sjúklingurinn neytir einu sinni á dag. Sigurður B. Þorsteinsson, yfirlæknir á deild lyfjamála hjá Landspítalanum, sagði í samtali við fréttastofu að í raun væri hægt að afhenda lyfið núna og því fylgdi ekki aukinn kostnaður. Dauðsfall MS-sjúklings vegna aukaverkana Tysabri varð til þess að hjólin fóru að snúast. Þess skal getið að aðeins hluti sjúklinga sem nota Tysabri fer í áhættuhóp þessara aukaverkana. Sjúkratryggingar Íslands sendu yfirlýsingu í síðustu viku þar sem sagði að á „Norðurlöndum væri unnið að innleiðingu á notkunarreglum fyrir Gilenya rétt eins og hér." En málið er að byrjað var að veita sjúklingum lyfið á síðasta ári í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, samkvæmt staðfestum upplýsingum frá MS-félögum í viðkomandi löndum án þess að þess væri getið í yfirlýsingunni. Í Svíþjóð eru til dæmis 400 sjúklingar á lyfinu. Bergþóra Bergsdóttir, hjá MS-félaginu á Íslandi, sagði að svo virtist sem um einhvers konar prinsippmál væri að ræða í stjórnsýslunni, fremur en faglegt mat. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um málið. Hann varð jafnframt ekki við ósk fréttastofu um viðtal, en áréttað skal að stofnunin er bundin af öðrum í stjórnsýslunni og því virðist um nokkra samverkandi þætti að ræða. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu barst Sjúkratryggingum fyrst í síðustu viku, hinn 14. júní, formleg beiðni frá lyfjadeild LSH um innleiðingu lyfsins. Engar skýringar hafa fengist á þessu. Stofnunin hefur samt haft upplýsingar um þörfina undanfarna sex mánuði. Velferðarráðherra getur ekki gefið stofnuninni bindandi fyrirmæli þar sem hún er sjálfstæð að lögum, en hann getur beitt sér með öðrum hætti.Grimmu aðhaldi beitt, segir ráðherra Hvaða málefnalegu ástæður eru fyrir því að afgreiða ekki lyfið til þessara sjúklinga sem fyrst? „Innleiðing á nýjum lyfjum hefur fylgt ákveðnum ferlum undanfarin ár. Annars vegar lyfjanefnd og hins vegar kostnaðarnefnd. Við höfum beitt mjög grimmu aðhaldi undanfarið vegna kostaðarliða. Eftir sem áður er verið að innleiða einstök ný lyf og þetta mál er í þessum farvegi sem öll ný lyf fara í gegnum," segir Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra. Guðbjartur segir að tvennt skipti máli. Annars vegar hafi mjög háar tölur verið nefndar í upphafi vegna lyfsins gylenia en nú sé ljóst að kostnaðurinn sé sá sami og vegna Tysabri. Hins vegar séu varnaðarorð við nýja lyfinu og innleiðing á Tysabri hafi gengið of hratt fyrir sig. Fá þessir sjúklingar þessi lyf? „Að lokum held ég að það endi þannig. Það getur ekkert annað gerst. Fólk sem er orðið lyfjalaust vegna áhættunnar af Tysabri á ekki annan kost, það hlýtur að fá þetta lyf, en það þarf að ákveða með hvaða hætti og hvenær meðal annars og hvernig á að innleiða það og fyrir hverja." thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira