Innlent

Vilmundur gefur áfram kost á sér sem formaður SA

Vilmundur Jósefsson.
Vilmundur Jósefsson.
Formaður Samtaka atvinnulífsins, Vilmundur Jósefsson, hefur ákveðið að gefa áfram kost á sér sem formaður SA.

Kosning formanns fer fram með rafrænum hætti meðal aðildarfyrirtækja SA í aðdraganda aðalfundar samtakanna sem fer fram á síðasta degi vetrar, miðvikudaginn 18. apríl 2012 á Hótel Nordica.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×