Dulbúnar boðflennur vöktu enga tortryggni 3. ágúst 2012 04:00 Talsmaður viðurkennir að flugvernd Isavia hafi brugðist þegar tveir hælisleitendur laumuðu sér um borð í farþegaþotu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Fréttablaðið/Valli Talsmaður Isavia segir þrennt hafa brugðist þegar tveir laumufarþegar fundust í þotu á Keflavíkurflugvelli. Mennirnir hafi sést í eftirlitsmyndavélum en ekki vakið neinar grunsemdir því þeir hafi dulbúið sig sem flugvallarstarfsmenn. öryggismál„Það er engum blöðum um það að fletta að þeir hefðu ekki átt að komast inn á svæðið,“ segir Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, um það þegar tveir hælisleitendur komust inn í farþegaþotu á Keflavíkurflugvelli. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær virðist yfirlýsing Isavia frá því daginn eftir atvikið stangast á við niðurstöður Flugmálastjórnar um atburðinn. Isavia sagði ekkert athugavert við störf öryggisstarfsmanna sinna. Flugmálastjórn segir á hinn bóginn í minnisblaði til innanríkisráðuneytisins að eftirliti með aðgangi að vellinum, flughlaði og verndun farþegaþotunnar hafi verið ábótavant. Aðspurður segir Friðþór Eydal skýringuna á misræminu sennilega þá að í yfirlýsingu Isavia hafi verið vísað til þess að öryggiskerfið í heild hafi ekki brugðist. Kerfið sé lagskipt og síðasti hlekkurinn hafi ekki brugðist því mennirnir hafi fundist við skoðun á vélinni fyrir brottför. Að sögn Friðþórs urðu þrír samverkandi þættir til þess að hælisleitendurnir náðu alla leið inn í þotuna. Í fyrsta lagi hafi verktaki skilið eftir vinnupall sem auðveldaði að komast yfir öryggisgirðingu. Þá bendir Friðþór á að ekki sé rétt sem fram komi í minnisblaði Flugmálastjórnar að mennirnir hafi ekki sést í eftirlitsmyndavélum. „Það varð náttúrulega vart við þá en þeir voru klæddir eins og hverjir aðrir flugvallarstarfsmenn þannig að það greinilega vakti ekki grunsemdir,“ segir hann. Í þriðja lagi segir Friðþór að gert sé ráð fyrir því í reglum að flugvélar séu aldrei skildar eftir opnar og með aðgengi nema umráðamaður flugvélarinnar hafi við þær vakt. „Það gekk ekki eftir í þessu tilviki,“ segir hann. Að sögn Friðþórs er allt ferli við öryggiskerfi flugvallarins tekið út og samþykkt af Flugmálastjórn. Hver og einn aðili á vellinum beri ábyrgð á sínum þætti og að kröfur séu uppfylltar. „Síðan tekur Flugmálstjórn það út reglulega,“ segir hann. Isavia annast rekstur Keflavíkurflugvallar eins og annarra flugvalla á Íslandi. Friðþór segir að það sé hlutverk Isavia að annast flugvernd og í því felist meðal annars að sjá til þess að óboðnir gestir komist ekki inn á flugvallarsvæðið. „Það brást náttúrulega. Hefðu mennirnir ekki verið í dularklæðum eins og flugvallarstarfsmenn getur vel verið að þeir hefðu uppgötvast strax og það sást til þeirra,“ ítrekar talsmaður Isavia.gar@frettabladid.is Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Talsmaður Isavia segir þrennt hafa brugðist þegar tveir laumufarþegar fundust í þotu á Keflavíkurflugvelli. Mennirnir hafi sést í eftirlitsmyndavélum en ekki vakið neinar grunsemdir því þeir hafi dulbúið sig sem flugvallarstarfsmenn. öryggismál„Það er engum blöðum um það að fletta að þeir hefðu ekki átt að komast inn á svæðið,“ segir Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, um það þegar tveir hælisleitendur komust inn í farþegaþotu á Keflavíkurflugvelli. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær virðist yfirlýsing Isavia frá því daginn eftir atvikið stangast á við niðurstöður Flugmálastjórnar um atburðinn. Isavia sagði ekkert athugavert við störf öryggisstarfsmanna sinna. Flugmálastjórn segir á hinn bóginn í minnisblaði til innanríkisráðuneytisins að eftirliti með aðgangi að vellinum, flughlaði og verndun farþegaþotunnar hafi verið ábótavant. Aðspurður segir Friðþór Eydal skýringuna á misræminu sennilega þá að í yfirlýsingu Isavia hafi verið vísað til þess að öryggiskerfið í heild hafi ekki brugðist. Kerfið sé lagskipt og síðasti hlekkurinn hafi ekki brugðist því mennirnir hafi fundist við skoðun á vélinni fyrir brottför. Að sögn Friðþórs urðu þrír samverkandi þættir til þess að hælisleitendurnir náðu alla leið inn í þotuna. Í fyrsta lagi hafi verktaki skilið eftir vinnupall sem auðveldaði að komast yfir öryggisgirðingu. Þá bendir Friðþór á að ekki sé rétt sem fram komi í minnisblaði Flugmálastjórnar að mennirnir hafi ekki sést í eftirlitsmyndavélum. „Það varð náttúrulega vart við þá en þeir voru klæddir eins og hverjir aðrir flugvallarstarfsmenn þannig að það greinilega vakti ekki grunsemdir,“ segir hann. Í þriðja lagi segir Friðþór að gert sé ráð fyrir því í reglum að flugvélar séu aldrei skildar eftir opnar og með aðgengi nema umráðamaður flugvélarinnar hafi við þær vakt. „Það gekk ekki eftir í þessu tilviki,“ segir hann. Að sögn Friðþórs er allt ferli við öryggiskerfi flugvallarins tekið út og samþykkt af Flugmálastjórn. Hver og einn aðili á vellinum beri ábyrgð á sínum þætti og að kröfur séu uppfylltar. „Síðan tekur Flugmálstjórn það út reglulega,“ segir hann. Isavia annast rekstur Keflavíkurflugvallar eins og annarra flugvalla á Íslandi. Friðþór segir að það sé hlutverk Isavia að annast flugvernd og í því felist meðal annars að sjá til þess að óboðnir gestir komist ekki inn á flugvallarsvæðið. „Það brást náttúrulega. Hefðu mennirnir ekki verið í dularklæðum eins og flugvallarstarfsmenn getur vel verið að þeir hefðu uppgötvast strax og það sást til þeirra,“ ítrekar talsmaður Isavia.gar@frettabladid.is
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira