Íslensk fyrirtæki á tánum vegna olíuleitar við Austur-Grænland Kristján Már Unnarsson skrifar 20. desember 2012 22:14 Ellefu olíufélög sóttu um sérleyfi norðan Íslands í fyrsta útboði olíuvinnsluleyfa við austurströnd Grænlands. Eimskip er meðal fyrirtækja sem sjá fram á mikil tækifæri en forstjórinn segir kjörið að þjónustumiðstöðin verði á Norðurlandi. Olíuleit Grænlendinga hefur til þessa verið bundin við vesturströndina og í fyrra var skoskt olíufélag bæði með borskip og borpall um 150 kílómetra vestur af Diskó-flóa. Nú er olíuleitin einnig að færast til austurstrandarinnar, að þeirri hlið Grænlands sem snýr að Íslandi. Nýjasta útboðssvæðið er í hánorður af Íslandi og sóttu ellefu félög um sérleyfi í þremur hópum, en umsóknarfrestur rann út 15. desember. Grænlensk stjórnvöld hafa ekki greint frá nöfnum umsækjenda en áður var búið að skýra frá því að í forgangshópi voru olíurisar eins og ExxonMobil, Statoil, BP, Chevron og Shell. Ráðamenn Eimskip eru meðal þeirra sem fylgjast grannt með þróun mála á Grænlandi, en þeir telja að Norðurland geti orðið þjónustumiðstöð, bæði við olíu- og námavinnslu. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, bendir á Dysnes við Eyjafjörð sem kjörinn vettvang fyrir birgðastöð. Á Akureyri sé allt til staðar fyrir þyrlu- og flugþjónustu til að fljúga með áhafnir á borpalla. Bæði Akureyrarsvæðið og Húsavíkursvæðið séu tilvalin fyrir starfsemi af þessu tagi. „Og miklir möguleikar fyrir okkur að taka þátt í því," segir Gylfi og kveðst horfa til næstu 5-10 ára. Eimskip er í hópi um 25 aðila sem komnir eru í markaðsátak með Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar um viðskipti á Norðurslóðum. „Við erum á tánum og leggjum mikið upp úr því, - erum með stóra hópa hér innanhúss sem eru að sérhæfa sig í þessum verkefnum á þessu norðuríshafi," segir Gylfi. Það nái ekki aðeins til námavinnslu og olíustarfsemi heldur einnig til norðuríshafsflutninganna, sem hann vonast til að verði að veruleika innan 5-10 ára. Tengdar fréttir Áætlar fyrsta borpallinn við Jan Mayen árið 2017 Olíustofnun Noregs áætlar í nýrri skýrslu að verðmæti olíu- og gaslinda við Jan Mayen geti verið þrettán þúsund milljarðar króna og að hreinn hagnaður af vinnslunni geti numið allt að níu þúsund milljörðum. Norðmenn gera ráð fyrir að fyrsti borpallurinn verði kominn á svæðið árið 2017. Eyfirðingar fundu smjörþefinn í sumar af þeim umsvifum sem Norðmenn hafa sett í gang á hafsvæðunum norðaustan Íslands þegar floti rannsóknarskipa kom til Akureyrar til áhafnaskipta og til að sækja vistir og þjónustu. 7. nóvember 2012 18:45 Sækja olíurisarnir um Austur-Grænland? Á næstu dögum skýrist hvort stærstu olíurisar heimsins verða í hópi þeirra sem sækja um olíuleit við Austur-Grænland, - beint norður af Íslandi. Nærri þrjátíu íslensk fyrirtæki og stofnanir búa sig undir að ná þjónustuverkefnum. Margir spá því að ekki aðeins Drekasvæðið verði stórt fyrir Ísland, það verði einnig olíusvæðin við austurströnd Grænlands. 12. desember 2012 18:53 Kanna hvort Svalbarði nýtist olíuiðnaði Norska ríkisstjórnin hefur falið Olíustofnun Noregs að leggja mat á hvort Svalbarði geti nýst olíuiðnaði. Það er í tengslum við hugsanlega umsókn um að Svalbarði fari á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna sem Olíustofnunin er beðin um að kanna hvaða áhrif slík staða eyjanna hefði á mögulega nýtingu þeirra sem bækistöðvar eða flutningamiðstöðvar, ef norðurhluti Barentshafs yrði opnaður til olíuleitar. 11. desember 2012 08:15 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira
Ellefu olíufélög sóttu um sérleyfi norðan Íslands í fyrsta útboði olíuvinnsluleyfa við austurströnd Grænlands. Eimskip er meðal fyrirtækja sem sjá fram á mikil tækifæri en forstjórinn segir kjörið að þjónustumiðstöðin verði á Norðurlandi. Olíuleit Grænlendinga hefur til þessa verið bundin við vesturströndina og í fyrra var skoskt olíufélag bæði með borskip og borpall um 150 kílómetra vestur af Diskó-flóa. Nú er olíuleitin einnig að færast til austurstrandarinnar, að þeirri hlið Grænlands sem snýr að Íslandi. Nýjasta útboðssvæðið er í hánorður af Íslandi og sóttu ellefu félög um sérleyfi í þremur hópum, en umsóknarfrestur rann út 15. desember. Grænlensk stjórnvöld hafa ekki greint frá nöfnum umsækjenda en áður var búið að skýra frá því að í forgangshópi voru olíurisar eins og ExxonMobil, Statoil, BP, Chevron og Shell. Ráðamenn Eimskip eru meðal þeirra sem fylgjast grannt með þróun mála á Grænlandi, en þeir telja að Norðurland geti orðið þjónustumiðstöð, bæði við olíu- og námavinnslu. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, bendir á Dysnes við Eyjafjörð sem kjörinn vettvang fyrir birgðastöð. Á Akureyri sé allt til staðar fyrir þyrlu- og flugþjónustu til að fljúga með áhafnir á borpalla. Bæði Akureyrarsvæðið og Húsavíkursvæðið séu tilvalin fyrir starfsemi af þessu tagi. „Og miklir möguleikar fyrir okkur að taka þátt í því," segir Gylfi og kveðst horfa til næstu 5-10 ára. Eimskip er í hópi um 25 aðila sem komnir eru í markaðsátak með Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar um viðskipti á Norðurslóðum. „Við erum á tánum og leggjum mikið upp úr því, - erum með stóra hópa hér innanhúss sem eru að sérhæfa sig í þessum verkefnum á þessu norðuríshafi," segir Gylfi. Það nái ekki aðeins til námavinnslu og olíustarfsemi heldur einnig til norðuríshafsflutninganna, sem hann vonast til að verði að veruleika innan 5-10 ára.
Tengdar fréttir Áætlar fyrsta borpallinn við Jan Mayen árið 2017 Olíustofnun Noregs áætlar í nýrri skýrslu að verðmæti olíu- og gaslinda við Jan Mayen geti verið þrettán þúsund milljarðar króna og að hreinn hagnaður af vinnslunni geti numið allt að níu þúsund milljörðum. Norðmenn gera ráð fyrir að fyrsti borpallurinn verði kominn á svæðið árið 2017. Eyfirðingar fundu smjörþefinn í sumar af þeim umsvifum sem Norðmenn hafa sett í gang á hafsvæðunum norðaustan Íslands þegar floti rannsóknarskipa kom til Akureyrar til áhafnaskipta og til að sækja vistir og þjónustu. 7. nóvember 2012 18:45 Sækja olíurisarnir um Austur-Grænland? Á næstu dögum skýrist hvort stærstu olíurisar heimsins verða í hópi þeirra sem sækja um olíuleit við Austur-Grænland, - beint norður af Íslandi. Nærri þrjátíu íslensk fyrirtæki og stofnanir búa sig undir að ná þjónustuverkefnum. Margir spá því að ekki aðeins Drekasvæðið verði stórt fyrir Ísland, það verði einnig olíusvæðin við austurströnd Grænlands. 12. desember 2012 18:53 Kanna hvort Svalbarði nýtist olíuiðnaði Norska ríkisstjórnin hefur falið Olíustofnun Noregs að leggja mat á hvort Svalbarði geti nýst olíuiðnaði. Það er í tengslum við hugsanlega umsókn um að Svalbarði fari á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna sem Olíustofnunin er beðin um að kanna hvaða áhrif slík staða eyjanna hefði á mögulega nýtingu þeirra sem bækistöðvar eða flutningamiðstöðvar, ef norðurhluti Barentshafs yrði opnaður til olíuleitar. 11. desember 2012 08:15 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira
Áætlar fyrsta borpallinn við Jan Mayen árið 2017 Olíustofnun Noregs áætlar í nýrri skýrslu að verðmæti olíu- og gaslinda við Jan Mayen geti verið þrettán þúsund milljarðar króna og að hreinn hagnaður af vinnslunni geti numið allt að níu þúsund milljörðum. Norðmenn gera ráð fyrir að fyrsti borpallurinn verði kominn á svæðið árið 2017. Eyfirðingar fundu smjörþefinn í sumar af þeim umsvifum sem Norðmenn hafa sett í gang á hafsvæðunum norðaustan Íslands þegar floti rannsóknarskipa kom til Akureyrar til áhafnaskipta og til að sækja vistir og þjónustu. 7. nóvember 2012 18:45
Sækja olíurisarnir um Austur-Grænland? Á næstu dögum skýrist hvort stærstu olíurisar heimsins verða í hópi þeirra sem sækja um olíuleit við Austur-Grænland, - beint norður af Íslandi. Nærri þrjátíu íslensk fyrirtæki og stofnanir búa sig undir að ná þjónustuverkefnum. Margir spá því að ekki aðeins Drekasvæðið verði stórt fyrir Ísland, það verði einnig olíusvæðin við austurströnd Grænlands. 12. desember 2012 18:53
Kanna hvort Svalbarði nýtist olíuiðnaði Norska ríkisstjórnin hefur falið Olíustofnun Noregs að leggja mat á hvort Svalbarði geti nýst olíuiðnaði. Það er í tengslum við hugsanlega umsókn um að Svalbarði fari á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna sem Olíustofnunin er beðin um að kanna hvaða áhrif slík staða eyjanna hefði á mögulega nýtingu þeirra sem bækistöðvar eða flutningamiðstöðvar, ef norðurhluti Barentshafs yrði opnaður til olíuleitar. 11. desember 2012 08:15