Baltasar í aðalhlutverki
Líf færist enn á ný í kvikmyndagerð. Ég sé Baltasar Kormák í aðalhlutverki. Þar á hann stórleik sem á eftir að færa honum verðlaun. Hann verður mjög upptekinn erlendis á árinu í leik en einnig er einhver leikstjórn þar. Hann hefur því ekki mikinn tíma til að vinna í leikhúsunum hér á árinu.

Elva Ósk Ólafsdóttir mun sinna nýjum málum á árinu, mér finnst það ekki tengjast leik heldur í sambandi við fjölmiðla og kynningar einhvers konar. Hún verður mikilvægur tengiliður til erlendra framleiðenda.

Sveppi, Sverrir Þór Sverrisson, er enn að senda frá sér vöru sem selst. Hann leikur í kvikmynd á árinu og munu margir segja að þetta sé það besta sem komið hefur frá honum.
Hilmir Snær fær eftirsótt verðlaun
Hilmir Snær Guðnason á eftir að leika hlutverk á árinu sem færir honum eftirsótt verðlaun en hann þarf að passa upp á heilsuna, það er orkuleysi í kringum hann sem orsakast af einhverjum veikindum.

Björn Thors er enn að gera það gott. Hann verður lítið áberandi fyrri hluta ársins en með haustinu mun hann vera með aðalhlutverk sem tekið verður eftir.
Ólafur heldur áfram að meika það
Ólafur Darri Ólafsson mun verða áberandi á árinu fyrir leik í að minnsta kosti tveimur kvikmyndum, önnur myndin tengist erlendu kvikmyndafyrirtæki. Almennt mun kvikmyndaiðnaðurinn blómstra á árinu.

Völva 2013: Ósætti innan Vesturports.