Lífið

Völva 2013: Frægir í fjölmiðlum

Í heimi fjölmiðlanna á Íslandi verða miklar breytingar og hrókeringar. Árvakur heldur sínu og þar verður allt við það sama, Davíð Oddsson og félagar í sínum stólum. Birtingur stendur svo höllum fæti að þar þarf að fá einhvern stóra bróður til hjálpar.

Nýtt fyrirkomulag á sjónvarpsmarkaði

Eitthvert nýtt fyrirkomulag á sjónvarpsmarkaðnum mun breyta þar miklu. Þarna kemur til sögunnar ný tölvutækni sem ég get ekki sagt meira um því ég hef ekkert vit eða inngrip í þau mál en það verða miklar breytingar. En ýmsir fjölmiðlar eiga erfitt, ég er t.d. hrædd um að Pressan syngi sinn svanasöng á árinu.

Elín Hirst hættir í Sjálfstæðisflokknum

Elín Hirst er farin úr fjölmiðlum yfir í pólitík og á eftir að gera þar nokkrar rispur og hún fær mikið fylgi. Mér finnst eins og hún fari í nýjan flokk sem kemur manni að á þingi.

Þóra Arnórsdóttir finnur ekki taktinn

Þóra Arnórsdóttir er komin aftur til starfa hjá Ríkissjónvarpinu en finnur illa taktinn. Ég held að hún verði ekki nógu heilsugóð á árinu. Hún hættir hjá sjónvarpinu í október og mér sýnist að hún vinni sjálfstætt fyrir fjölmiðil eitthvað eftir það.

Logi fer í sjálfsskoðun

Logi Bergmann Eiðsson kemur áfram við sögu í fjölmiðlum. Hann fer í mikla sjálfsskoðun á árinu og hjá honum verða miklar breytingar. Í lok árs kemur út önnur bók eftir hann að hluta sem á eftir að rjúka út sem heitar lummur.

Páll tekst á við breytingar

Páll Magnússon sjónvarpsstjóri verður mjög umdeildur um mitt ár en heldur sínum stól. Þar á bæ eru miklar sviptingar bak við tjöldin og fáum við lítið að vita um það fyrr en í lok árs þegar miklar breytingar verða. Þær tengjast að hluta til nýrri ríkisstjórn.

Völvan 2013: Fjölgun hjá fræga fólkinu.

Logi verður áfram farsæll í fjölmiðlum.
Páll Magnússon tekst á við breytingar.
Þóra hættir hjá sjónvarpinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×