Eiganda sumarbústaðarins brugðið yfir innbrotinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. desember 2012 15:25 MYND/FRÉTTASTOFA Maðurinn sem á sumarbústaðinn í Þjórsárdal sem Matthias Máni, strokufanginn á Litla-Hrauni, braust inn í og dvaldi í hluta af þeim tíma sem á storki hans stóð segir að sér sé brugðið. „Manni er það náttúrlega," segir maðurinn sem ekki vill koma fram undir nafni. Fram kom í tilkynningu sem lögreglan sendi út um klukkan þrjú að bústaðurinn er í Árnesi. „Hann tók föt og tók riffilinn minn, svo tók hann exi. Það er allt til alls hérna. Hann tók úlpu, nærföt og svona dót. Hann er búinn að éta ansi mikið hérna. við erum að skoða þetta akkúrat núna. Hann hefur ekkert gengið rosalega illa um. Í svona bústöðum, sem maður notar mikið, þá er allt til alls," segir maðurinn. Hann segist ekkert vita um það hversu lengi Matthías Máni var í bústaðnum hans. „Ég held að hann hafi ekki verið lengi. Mér sýnist það á umgengninni að hann hafi ekki verið hér lengi," segir hann. Þá tekur hann fram að hljóðdeyfirinn á byssunni sé aldrei notaður, enda sé bannað að nota slíkan hljóðdeyfi. Hljóðdeyfirinn fylgdi hins vegar byssunni þegar hún var keypt erlendis. Eigandi fór í skýrslutöku hjá lögreglu í fyrr í dag. „Maður slapp miklu betur frá þessu en ég þorði að vona," segir maðurinn, en hann uppgötvaði innbrotið þegar lögreglan hringdi í hann klukkan hálfellefu í morgun. „Ég fannst á byssunúmerinu. þannig tracka þeir mig, þeir höfðu ekkert komið hingað," segir hann. „Maður þakkar bara sínum sæla fyrir það að allir hafi komist óskaddaðir úr þessu," segir maðurinn. Þá hafi heldur engar skemmdir orðið á bústaðnum. „Það er bara hurðarjárnið sem er snyrtilega skemmt og ég er að skoða núna, en það eru engar skemmdir," segir hann. Hann segir að Matthías Máni hafi bara notað kertaljós og hafi birgt fyrir alla glugga á meðan á dvöl hans stóð. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Maðurinn sem á sumarbústaðinn í Þjórsárdal sem Matthias Máni, strokufanginn á Litla-Hrauni, braust inn í og dvaldi í hluta af þeim tíma sem á storki hans stóð segir að sér sé brugðið. „Manni er það náttúrlega," segir maðurinn sem ekki vill koma fram undir nafni. Fram kom í tilkynningu sem lögreglan sendi út um klukkan þrjú að bústaðurinn er í Árnesi. „Hann tók föt og tók riffilinn minn, svo tók hann exi. Það er allt til alls hérna. Hann tók úlpu, nærföt og svona dót. Hann er búinn að éta ansi mikið hérna. við erum að skoða þetta akkúrat núna. Hann hefur ekkert gengið rosalega illa um. Í svona bústöðum, sem maður notar mikið, þá er allt til alls," segir maðurinn. Hann segist ekkert vita um það hversu lengi Matthías Máni var í bústaðnum hans. „Ég held að hann hafi ekki verið lengi. Mér sýnist það á umgengninni að hann hafi ekki verið hér lengi," segir hann. Þá tekur hann fram að hljóðdeyfirinn á byssunni sé aldrei notaður, enda sé bannað að nota slíkan hljóðdeyfi. Hljóðdeyfirinn fylgdi hins vegar byssunni þegar hún var keypt erlendis. Eigandi fór í skýrslutöku hjá lögreglu í fyrr í dag. „Maður slapp miklu betur frá þessu en ég þorði að vona," segir maðurinn, en hann uppgötvaði innbrotið þegar lögreglan hringdi í hann klukkan hálfellefu í morgun. „Ég fannst á byssunúmerinu. þannig tracka þeir mig, þeir höfðu ekkert komið hingað," segir hann. „Maður þakkar bara sínum sæla fyrir það að allir hafi komist óskaddaðir úr þessu," segir maðurinn. Þá hafi heldur engar skemmdir orðið á bústaðnum. „Það er bara hurðarjárnið sem er snyrtilega skemmt og ég er að skoða núna, en það eru engar skemmdir," segir hann. Hann segir að Matthías Máni hafi bara notað kertaljós og hafi birgt fyrir alla glugga á meðan á dvöl hans stóð.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira