Eiganda sumarbústaðarins brugðið yfir innbrotinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. desember 2012 15:25 MYND/FRÉTTASTOFA Maðurinn sem á sumarbústaðinn í Þjórsárdal sem Matthias Máni, strokufanginn á Litla-Hrauni, braust inn í og dvaldi í hluta af þeim tíma sem á storki hans stóð segir að sér sé brugðið. „Manni er það náttúrlega," segir maðurinn sem ekki vill koma fram undir nafni. Fram kom í tilkynningu sem lögreglan sendi út um klukkan þrjú að bústaðurinn er í Árnesi. „Hann tók föt og tók riffilinn minn, svo tók hann exi. Það er allt til alls hérna. Hann tók úlpu, nærföt og svona dót. Hann er búinn að éta ansi mikið hérna. við erum að skoða þetta akkúrat núna. Hann hefur ekkert gengið rosalega illa um. Í svona bústöðum, sem maður notar mikið, þá er allt til alls," segir maðurinn. Hann segist ekkert vita um það hversu lengi Matthías Máni var í bústaðnum hans. „Ég held að hann hafi ekki verið lengi. Mér sýnist það á umgengninni að hann hafi ekki verið hér lengi," segir hann. Þá tekur hann fram að hljóðdeyfirinn á byssunni sé aldrei notaður, enda sé bannað að nota slíkan hljóðdeyfi. Hljóðdeyfirinn fylgdi hins vegar byssunni þegar hún var keypt erlendis. Eigandi fór í skýrslutöku hjá lögreglu í fyrr í dag. „Maður slapp miklu betur frá þessu en ég þorði að vona," segir maðurinn, en hann uppgötvaði innbrotið þegar lögreglan hringdi í hann klukkan hálfellefu í morgun. „Ég fannst á byssunúmerinu. þannig tracka þeir mig, þeir höfðu ekkert komið hingað," segir hann. „Maður þakkar bara sínum sæla fyrir það að allir hafi komist óskaddaðir úr þessu," segir maðurinn. Þá hafi heldur engar skemmdir orðið á bústaðnum. „Það er bara hurðarjárnið sem er snyrtilega skemmt og ég er að skoða núna, en það eru engar skemmdir," segir hann. Hann segir að Matthías Máni hafi bara notað kertaljós og hafi birgt fyrir alla glugga á meðan á dvöl hans stóð. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
Maðurinn sem á sumarbústaðinn í Þjórsárdal sem Matthias Máni, strokufanginn á Litla-Hrauni, braust inn í og dvaldi í hluta af þeim tíma sem á storki hans stóð segir að sér sé brugðið. „Manni er það náttúrlega," segir maðurinn sem ekki vill koma fram undir nafni. Fram kom í tilkynningu sem lögreglan sendi út um klukkan þrjú að bústaðurinn er í Árnesi. „Hann tók föt og tók riffilinn minn, svo tók hann exi. Það er allt til alls hérna. Hann tók úlpu, nærföt og svona dót. Hann er búinn að éta ansi mikið hérna. við erum að skoða þetta akkúrat núna. Hann hefur ekkert gengið rosalega illa um. Í svona bústöðum, sem maður notar mikið, þá er allt til alls," segir maðurinn. Hann segist ekkert vita um það hversu lengi Matthías Máni var í bústaðnum hans. „Ég held að hann hafi ekki verið lengi. Mér sýnist það á umgengninni að hann hafi ekki verið hér lengi," segir hann. Þá tekur hann fram að hljóðdeyfirinn á byssunni sé aldrei notaður, enda sé bannað að nota slíkan hljóðdeyfi. Hljóðdeyfirinn fylgdi hins vegar byssunni þegar hún var keypt erlendis. Eigandi fór í skýrslutöku hjá lögreglu í fyrr í dag. „Maður slapp miklu betur frá þessu en ég þorði að vona," segir maðurinn, en hann uppgötvaði innbrotið þegar lögreglan hringdi í hann klukkan hálfellefu í morgun. „Ég fannst á byssunúmerinu. þannig tracka þeir mig, þeir höfðu ekkert komið hingað," segir hann. „Maður þakkar bara sínum sæla fyrir það að allir hafi komist óskaddaðir úr þessu," segir maðurinn. Þá hafi heldur engar skemmdir orðið á bústaðnum. „Það er bara hurðarjárnið sem er snyrtilega skemmt og ég er að skoða núna, en það eru engar skemmdir," segir hann. Hann segir að Matthías Máni hafi bara notað kertaljós og hafi birgt fyrir alla glugga á meðan á dvöl hans stóð.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira