Enski boltinn

United væri í 16. sæti ef leikirnir réðust á gullmarki

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Manchester United vann 4-3 sigur á Newcastle í viðureign liðanna á Old Trafford í gær. Enn einu sinni lentu liðsmenn Sir Alex Ferguson undir í leiknum áður en þeir sneru leiknum sér í vil.

Athyglisvert er að skoða hvernig staðan í ensku úrvalsdeildinni væri réðust úrslitin á fyrsta marki leiksins. Þá sæti Tottenham í efsta sæti deildarinnar og grannarnir í Chelsea í næsta sæti á eftir.

Manchester United, sem situr í toppsæti deildarinnar, væri hins vegar í 16. sæti. Liðið hefur í átta leikjum af nítján fengið á sig fyrsta mark leiksins en yfirleitt landað sigri engu að síður.

Hér fyrir neðan má sjá stöðutöfluna miðað við að fyrsta mark leiksins væri sigurmark. Í sviga má sjá raunverulega stöðu liðsins í deildinni. Í spilaranum má svo sjá mörkin úr viðureign United gegn Newcastle í gær.

1. Tottenham Hotspur (4)

2. Chelsea (3)

3. West Bromwich Albion (6)

4. Liverpool (10)

5. Sunderland (13)

6. Norwich City (11)

7. Manchester City (2)

8. Aston Villa (16)

9. Stoke City (8)

10. Fulham (14)

11. Arsenal (7)

12. Everton (5)

13. Newcastle United (15)

14. Southampton (17)

15. West Ham United (12)

16. Manchester United (1)

17. Swansea City (9)

18. Reading (19)

19. Wigan Athletic (18)

20. Queens Park Rangers (20)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×