Enski boltinn

Mancini: Kannski borðaði dómarinn of mikið um jólin

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Man. City, var allt annað en sáttur með dómarann Kevin Friend eftir tap City gegn Sunderland í gær.

Adam Johnson skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik með skoti af löngu færi sem Joe Hart missti undir sig.

„Kannski borðað dómarinn of mikið um jólin," sagði Mancini um Kevin Friend dómara. Mancini taldi að Friend hefði átt að dæma City aukaspyrnu í aðdraganda marksins þar sem hann taldi brotið á Pablo Zabaleta.

„Þú verður að spyrja dómarann hvers vegna markið stóð, ekki mig. Það er óhugsandi að þeir tveir (dómarinn og aðstoðardómarinn) hafi ekki séð brotið," sagði Mancini sem hefur áhyggjur af markaleysi liðs síns. Það tók City 93 mínútur að skora eina mark leiksins í sigri á Reading í umferðinni á undan.

Þetta var þriðji sigur Sunderland á Man. City á Ljósvangi í röð. Liðið vann einnig 1-0 sigur í deildinni á síðustu leiktíð.

Svipmyndir úr leik Sunderland og City má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×