Enski boltinn

Henry æfir með Arsenal í dag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Wenger og Henry á góðri stundu.
Wenger og Henry á góðri stundu. Nordicphotos/Getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, staðfesti á fréttamannafundi í morgun að Thierry Henry myndi æfa með liðinu í dag.

Henry er goðsögn hjá stuðningsmönnum félagsins eftir framgöngu hans í búningi Arsenal á árunum 1999-2007. Hann leikur í dag með New York Red Bulls í bandarísku atvinnumannadeildinni.

„Hann (Henry) kemur í dag til að æfa með okkur," sagði Wenger á fundinum en bætti við að ekkert hefði verið rætt um að Frakkinn kæmi til liðsins á lánssamningi.

Henry var lánaður til Arsenal frá New York liðinu á sama tíma á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×