Enski boltinn

Alfreð: Nákvæmlega eins og Gylfi reiknaði með

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Alfreð Finnbogason var gestur Guðmundar og Hjörvars í Sunnudagsmessunni á annan dag jóla. Alfreð tjáði sig meðal annars um stöðu félaga síns í landsliðinu, Gylfa Þórs Sigurðssonar, hjá Tottenham.

Gylfi kom inná sem varamaður í 4-0 útisigri Tottenham á Aston Villa í síðustu umferð. Gylfi lagði upp fjórða markið fyrir Gareth Bale sem fór á kostum í leiknum og skoraði þrjú mörk.

Alfreð sagði að staða Gylfa hjá Tottenham væri einfaldlega sú sem hann hefði reiknað með. Hann þyrfti að berjast fyrir sæti sínu í liðinu enda Tottenham stórt félag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×