Enski boltinn

Muamba fór á kostum í dansþætti

Fabrice Muamba, sem fór í hjartastopp í viðureign Bolton gegn Tottenham í FA bikarnum á síðustu leiktíð, sýndi frábær tilþrif í dansþættinum „Strictly come dancing" á BBC1 á dögunum.

Muamba, sem lagt hefur skóna á hilluna, spilaði með Birmingham og Bolton í ensku úrvalsdeildinni. Hann á að baki fjölmarga leiki með yngri landsliðum Englands þótt hann sé fæddur í Lýðveldinu Kongó.

Muamba er 24 ára og fagnaðarefni að hann sé kominn í gott stand eins og danssporin sýna glögglega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×