Enski boltinn

Lennon tryggði Spurs sigur

Lennon skorar hér sigurmarkið.
Lennon skorar hér sigurmarkið.
Tottenham komst í dag upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar er liðið vann fínan útisigur, 1-2, á Sunderland.

John O´Shea kom Sunderland yfir rétt fyrir hlé en gestirnir voru fljótir að svara fyrir sig í seinni hálfleik.

Fyrst jafnaði liðið leikinn með sjálfsmarki Cuellar og Aaron Lennon kom þeim svo yfir skömmu síðar. Stakk varnarmenn Sunderland af og kláraði færið vel.

Spurs með stigi meira en Chelsea en hefur leikið tveimur leikjum meira.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×